Hæ hæ ég er ekki alveg viss hvort ég ætti að senda þetta inn sem grein eða kork, en ég sendi mynd með þannig að ég set þetta inn hérna. Við vorum að fá hvolp sem er english springer spaniel og einhver önnur tegund. Eigendurnir vissu ekki hvaða tegund komst upp á mömmuna, komu nokkrir til greina s.s. terrier, labrador og fleiri. Þeim fannst líklegast að faðirinn væri hvítur terrier. En nú voru þau okkur að segja okkur að faðirinn væri örugglega rottweiler. Það sem mig langar að spyrja að er hvort að þið vitið hvernig þessar tegundir blandist, hvort þetta sé slæm blanda eða góð. Ég las nefnilega um að rottweiler væri yfirleitt ekki heppilegur með öðrum hundum á heimili, en við eigum aðra tík fyrir sem hún ræðst mjög oft á(kannski bara því að hún er hvolpur) ég vil bara vera viss. Einnig hvort þið gætuð komið með góð ráð um hvernig er best að ala rottweilerinn eða góðar síður um það.