Sæl.
Ég á íslenska tík sem ég fer oft út að labba með þar sem ég get sleppt henni lausri. Þar eru að sjálfsögðu aðrir hundaeigendur líka. Ég hef aldrei lent í neinum vandræðum nema með boxer hunda, einhverra hluta vegna, þeir bara rjúka í hana. Svo bættist við að vinkona 8 ára gamallar dóttur minnar eignaðist boxer hvolp sl.haust (hvað foreldrarnir hafa verið að hugsa með að gefa 8 ára gömlu barni hund veit ég nú ekki, en….) en hún getur ekki komið í heimsókn með hvolpinn vegna þess að hann rýkur líka í tíkina mína?? Nú hef ég hitt boxer hunda án þess að hafa hundinn minn með þá eru þetta afar skemmtilegir og góðir hundar.

En, allavega, nú er svo komið að ég sný bara við ef ég er með hundinn minn úti að ganga og sé boxer einhversstaðar. Hafið þið einhverja reynslu í þessum málum.

Gromsari.