Ég þekki tvær Rottweiler systur. Þær heita Týra og Flekký. Þær eru að verða þriggja ára gamlar, og þær hegða sér ennþá eins og hvolpar. Flekký á það til að strjúka en Týra fer ekki neitt. Týra er með smá hvítan blett aftan á skottinu eftir það að hafa slegið skottinu mikið í þegar hún var lítil. Flekký er með flekki út um allt þar sem hún skiptir um lit, sérstaklega á fótunum.
Ég fer stundum út að ganga með þær, og ég ætla að skrifa um það þegar ég missti Týru.
Við höfðum labbað frekar langt og allt í einu sá Týra kött og þaut á eftir hounum. Mér brá svo að ég missti ólina og ég bjóst við því að það yrði erfitt að ná henni aftur. Skyndilega þaut Flekký af stað og beit í ólina hjá systur sinni, og kom með hana til mín. Síðan þá hefur aldrei verið vandamál ef Týra reynir að sleppa, bara ef Flekký sleppur.
Stundum ef Flekký slapp var ég samt svo heppin að hún kom þegar ég blístraði á hana.
Einu sinni týndist hún samt í heilan dag, en ástæðan fyrir því að hún fór í þetta sinn var líklega sú að hún var á lóðaríi. En sem betur fer komst hún ekki í annann hund því hún var oft gripin og tekin inn, en henni var alltaf hent fljótlega út aftur, því fólk gat auðvitað ekki haft hana endalaust. Að lokum fór hún samt heim.

Hafið þið einhverja hugmynd um það hvernig á að fá Flekký til að hætta að strjúka? Fólkið sem á þær er í vandræðum með Flekký. Ef svo er viljiði segja mér frá þeim?