Ég veit ekki hvar ég á að byrja en best væri að byrja á því að segja ykkkur frá því hversu mikill hvolplingur hún gat verið, áður en hún hitti Írisi, þá fyrst lærði hún að halda sig með mér og fjarri eldri hundum.
íris er Iris Setter hundur sem býr hliðin á okkur. Við Tieo vorum að koma heim úr göngutúr, ég hafði það fyrir vana að sleppa henni við götuendann eins og ég hef alltaf gert, við sáum Írisi ekki strax.
Ég tók ekki eftir henni fyrr en litli hvolpurinn minn hljóp af stað á átt til Írisar. Þá var Tieo varla stærri en trýnið á Írisi.
Af sjálfsögðu var Íris ekki ánægð meðþað að annar hundur færi í leyfisleysi inn á hennar yfirráðasvæði og reyndi að bíta hana. Tieo sem hafði hingað til haldið að allir hundar væru ljúfir sem lömb. En þarna komst hún að því að lömb eru alls ekki ljúf, og enn síður sumir hundar. Tieo brá svo mikið að hún hljóp í burtu og það munaði minnstu að hún hefði orðið fyrir bíl. Eftir þetta sýndi hún Írisi yfirleitt virðingu þó hún ætti það til að hlaupa undir bílinn þeirra til að gera þarfir sýnar þar, eða hlaupa yfir lóðina og láta Írisi elta sig en Tieo hafði alltaf betur því Íris var oftast í bandi, sem betur fer. Tieo hefur þó yfirleitt hlýtt mér í einu og öllu og sýnt ofboðslegt trygglindi, NEMA, þegar hún sér köttinn Gorm Grámann. En það er önnur saga……..
-