Mér finnst þessi tegund ROSALEGA flott!!
Eins og lítill Doberman. Svo týndist einn um daginn, það var í útvarpinu eða eitthvað, veit einhver hvort það sé búið að finna hann?
Ég yrði nú skíthrædd ef ég myndi tína honum, bara til eitthvað 2-3 hundar í öllu landinu og margir sem vilja stela svona flottum hundi. Reyndar myndi sá sem stæli svona hundi ekki komast upp með það (sem betur fer) þar sem það eru svo fáir svona hundar hér að það yrði svolítið augljóst ef einhver birtist með glænýjan svona hund einn daginn.
En ég hef nú líka heyrt að þeir séu ekki hrifnir af hundum annarar tegundar en þeirra eigin, það er samt kannski bara uppeldisatriði….??