Jæja, ég er nú nokkurnvegin viss um að hér hefur ekki verið talað um sjón hunda! Umdaginn var ég að skoða síðuna hvuttar.net (sem er mjög góð síða fyrir hunda áhugamenn!) og þar fann ég grein um það hvernig greyin sjá (það er pínulítið copy-paste hjá mér :)

Þar stendur að hundar hafa um helmingi næmari sjón en kettir en nokkuð lakari sjón en hross! Menn eru með 2-3 sinnum betri sjón en hundar. Hundar og kettir sjá líka mun betur en við í myrkri.
Hundar eru yfirleitt nærsýnir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Schäfer hundar hafa að nærsýni að meðaltali -0,86 og Rotweiler -1,77.
Vísindamenn segja það að hundar sjái hluti í 6 metra fjarlægð svipað skýrt og við sjáum hlut í 20 metra fjarlægð!

Hluti í 20 metra fjarlægð sjá hundar hins vegar mjög óskýrt og nánast í þoku! Síðan eins og myndin sýnir (ég gat ekki sent hana inn en hún er á hvuttar.net) þá sjá hundar mest allt í gulu og bláu! rautt, appelsínugult, gult og ljósgrænt sjá þeir sem gult!
náttúrugrænan sjá þeir sem hvítan (pælið í því, jörðin hjá þeim er hvít allan ársins hring og laufblöðin og allt!) bláu litina sjá þeir en ekki eins skýrari en fjólublái verður svartur!

Kíkið endilega á þetta á hvuttar,net undir dálkinum Heilsufar/Um…
og þaðan undir dálkinum Hvernig sjá hundar?

Kv. Cookie :
*Lifi rokkið*