Þegar ég fór að fletta á netinu um dalmatíuhunda kom upp allskonar rógur um tegundina, mest skrifaður af einhverjum sem hafa aldrei átt slíkann hund.
Mér finnst þetta bara mesta hneysa.Ég á sjálf rúmlega ársgamlann dalma og hann hefur aldrei verið til ama.
Hann geltir ekki,Semur vel við flesta hunda, hlýðir svona sæmilega vel er rólegur inni og er alls ekki með neitt ofríki.
Að sjálfsögðu geta dalmar orðið leiðinlegir ef þeir eru ekkert aldir upp en það sama gildir um hvaða tegund sem er.
Ef einhver hefur eithvað við þetta að bæta þá væri gaman að koma af stað umræðu.
dalmadís