Er á leiðinni til ókunnugs staðar. Ég er kominn, það er skrýtin lykt.
Það er eins og þegar pabbi var að drekka, sterk lykt, hrein lykt.
Þar er lítið herbergi, dimmt og drungalegt. Ég sé mann nálgast,
ég styn og skelf og styð mig við pabba og segi. Pabbi passaðu mig, ekki fara frá mér. Pabbi getur ekki horft á mig, hann er með tár í augunum. ég skil ekki af hverju. Maðurinn nálgast óðum.
Hann gengur þungum skrefum sorgmæddur á svip. Hann kemur og talar við mig og klappar mér á kollinum og segir að nú verði allt í lagi.
Pabbi er spurður hvort hann vilji fylgjast með.
Hann lýtur á mig og segist ekki ætla að yfirgefa mig fyrr en.
Hann þagnar, segir ekki meir. Maðurinn kinkar kolli.
Ég skil ekki mér líður illa og er hræddur.
PAbbi tekur utan um mig og hvíslar í eyrað mitt: Það verður allt í lagi,
ég fer ekki neitt. Ég leggst á kalt borðið, fæ hroll.
Ái ég fékk sting. Ég þreytist óðum, augun lokast. Ég sofna.