hmmm, ég á við þetta vandamála að stríða með hundinn minn. Hann er 10 mánaða og búinn að vera hjá okkur síðustu 8 1/2 mánuð. Það er ekki hægt að skilja hann eftir einan. Þá tekur hann og rústar öllu. Og eins ef við erum heima, þá eltir hann okkur út um allt og getur ekki hugsað sér að vera einn. Hvernig er hægt að hjálpa þeim með þetta vandamál??? Honum gekk vel á tímabili, þá var hægt að skilja hann eftir í 2-3 tíma og allt í lagi þegar við komum heim, en svo núna, þá rífur hann upp teppinn og nagar kommóður og bara allt ef við förum. Mér var sagt að prófa sítrónusafa að setja nokkra dropa af því hér og þar, þeir eiga víst ekki að þola lyktina en hann dýrkar safann. Svo nú veit eg ekki alveg hvað ég á að gera? Getur einhver hérna hjálpað mér?

kv. spotta