Hæ allir,
jæja nú er loksins að verða komin ný heimasíða hjá mér á 3 tungumálum, púff en sú vinna:-))) En þið megið gjarnan heimsækja mig og láta mig vita af villum og öðru sem betur mætti fara á síðunum. Eins vil ég gjarnan koma upp meiri upplýsingum um hundana sem ég rækta og jafnvel bara hunda almennt, allar uppástungur eru vel þegnar, hvað viljið þið sjá á svona heimasíðum??? Hvað eru svona flakkarar eins og þið á Huga að leita eftir þegar þið farið inn á heimasíður hjá ræktendum? Það er kannski erfitt að gera öllum til geðs en sem flestum vona ég:-)))) Annars er lítið héðan að frétta og hnúturinn í maganum farinn að stækka, þá á ég auðvitað við Parísar hnútinn :-)) Eftir sýninguna koma myndir og fréttir frá sýningunni inn á heimasíðuna mína, og ef þið hafið einhverjar sérstakar óskir um úrslit, getið þið komið þeim á framfæri við mig og ég skal reyna hvað ég get að fylgjst með viðkomandi úrslitum.
Með bestu kveðjum frá Danaveldi,
Marta