Ég er búinað vera lesa svo mikið af sorglegum greinum hérna undanfarið. Það er því ekki gaman að láta ykkur hugara fá eina slíka í viðbót!

Elsku Lísan mín er nú farin frá okkur um alla framtíð. Ég vil minnast hennar örlítið hér í þessari grein þ.e.a.s. eftir að hún komst í eigu systur minnar(Rakelar) og mannsins hennar(Hauks).
Lísa var af tegundinni þýskur-fjárhundur(scaffer). Þegar ég sá hana fyrst fannst mér hún rosalega stór…þangað til ég sá næsta scaffer. Þá komst ég að því að hún var víst bara frekar lítil miðað við sína tegun, þó hún hafi allra síst verið minni en þeir í sér. Hún þoldi yfirleitt ekki þegar aðrir hundar voru að atast eitthvað í sér og leit á þá sem hina mestu athyglisþjófa! Lísa var samt mesta gæðablóð þegar kom að fólki. Hún var komin með B-gráðu í víðavangsleit og var alveg hunda fljótust að læra! Það tók hana enga stund að læra hvað hún átti að gera þegar hún var búin að finna manneskju, enda fannst henni það rosalega gaman! Uppáhalds dótið hennar var, án alls efa, boltinn! Henni fannst fátt eins gaman og að elta boltann sinn!
Mér var sagt frá einu arviki þar sem Lísa gerði mjög skemmtilegan skandal, en það var á snjóflóðaleitaæfingu hjá nýliðum hjálparsveitar skáta Kópavogi. Nýliðarnir voru s.s. búnir að vera leita af tveimur “týndum” einstaklingun í ca. tvær klukkustundir þegar Rakel og Haukur mæta á svæðið með Lísu. Lísa hafði aldrei leitað af manneskju sem hún vissi ekki að væri týnd og vissi ekki hver væri svo Rakel og Haukur ákveða að lofa henni að spreita sig á þessu. Það tók hana um 5 mín að finna báða aðilana og þar með var æfingin ónýt fyrir grei nýliðana! Þeir gátu reyndar alveg gert grín af þessu seinna :).
Það kom svo að því s.l. febrúar að parið eignast dóttur(Kareni Heklu). Með því fjölgar um einn í þeirri litlu íbúð sem þau bjuggu í. Tíminn sem Lísa átti með þeim hjónum minnkar og athyglin með. Ég segi samt ekki að hún hafi haft það slæmt því henni leið alltaf vel með þeim og var alltaf góð við Kareni. En eftir ca.2 mánuði býðst þeim að senda tíkina í sveit til Dídíar(mömmu hanns Hauks) þar sem hún gat alltaf hlaupið frjáls og komið með í reiðtúra. Hún hafði það alveg svakalega gott þar og fannst mjög gaman að smala hestunum fyrir Dídí.
Síðan gerist það 21.okt. sl.(í gær) að Lísa ákveður skyndilega að yfirgefa okkur ú veikindum sem hún hafði víst lifað með alla æfi án þess að það sæist á henni =,(. Ég ætlaði ekki að trúa því hvað það var mikil sorg að missa þessa tík sem ég bjó ekki einusinni með! Hún er nú grafin hjá besta hestinum á bænum þar sem hún bjó. Og ef henni hefur liðið eitthvað illa áður er það allavega búið núna.

Kveðja Dóra!