Hundamatur Við fengum okkur 5 ára schefer núna í mai og þá var hann á fóðri frá Bónusi og smá dollumat sem var blandað saman,ég breytti strax um fóður og keypti Royal Canin því það er ekki bónus þar sem ég bý en hann fékk ofnæmi því það er fiskimjöl í því svo dýralæknirinn í Garðabæ sagði mér að gefa honum annað og benti mér á eitthvað frá Hills,en hann skánaði ekki svo ég keypti Nurture og það var það sama sagan, hann nagar sig á loppunum og klæjar mjög mikið. Hann fór til dýralæknis og hún gaf honum kláðalyf og stera og ég skipti aftur um fóður og er núna með Proformance og hann er enn að klóra sig og naga,fer mikið úr hárum, svo ég spyr ykkur hvað á ég að gera núna? Dýralæknirinn heldur að þetta sé ekki fóðrinu að kenna heldur eitthvað í loftinu eða í gróðrinum,hann bjó einu sinni í Hafnafirði en ég bý á Hvammstanga.

Takk fyrir Ágústa og Tryggur.