Loksins er ég búinn að finna hund handa mér og konunni. Við erum búin að vera að leita að hvolp í dagóðan tíma. Hvolpurinn er blendingur pabbinn er íslenskur/border collie og mamman er Irish setter/border collie. hvolpurinn ber samt eingan íslenskan svip. allavega þá erum við bæði vön umgengi hunda í dreifbýli, ég í sveit og konan úti á landi. Það sem ég er að pæla er aðalega matarræðið og þjálfun í því að vera einn heima.
Þetta er það aðalega sem brennur manni á vörum því biðin er ekki löng aðeins 3 vikur í afhendingu. Því bið ég um góð ráð sem geta hjálpað mér að gera hann vistvænni í borgarlífinu.
Hvernig gengur maður fra allskins pappírum og solleiðis sem varðar skráningu hundsin.
Öll ráð eru þegin.

SMALI