Ég er með 3ggja ára blending (Gordon/Golden/Collie) og ég er að kafna og drukkna í hárum. Ég greiði honum tiltölulega reglulega en það virðist ekki hafa neitt að segja. Þegar ég greiði honum fylli ég u.þ.b. 4 bursta, (eftir nokkur skipti gæti ég fyllt kodda!)
þannig að ég er alveg að greiða honum nóg í það og það skiptið en kannski ekki alveg nógu reglulega. Hann er soldið loðinn, svona svipað og Goldeninn og Gordoninn. Þannig að þið sjáið það að hann hefur slatta af hári. Á myndinni hér að neðan er hann reyndar nýklipptur, ég stytti t.d. hárin á löppunum á honum um meira en helming fyrir veturinn, svo klakarnir hangi ekki í honum. Ég bjóst nefnilega við snjó fyrir 4 vikum síðan,… *bros*
<a href="http://www.hvuttar.net/innsendar_myndir/bangsi-s olarlag.jpg“>Mynd hér</a> Vona að linkurinn virki.

Ég hef verið að gefa honum Pedigree dósamat og þurrfóður, alltaf bæði í einu. Oftast allavega. Mig grunar að það segi margir ”úfff"
núna….
Hverju mælið þið með? Hvaða fóður er ekki fok-dýrt og minnkar hárlosið á voffanum mínum?

Annað, ég kíkti uppað Dalsmynni um daginn og komst að því að þetta er satt sem ég heyrði með að búrin með smáhundunum væru öll stöfluð uppá hvort annað. Þarna var þrefaldur stafli í röðum og mér varð hugsað til þess að það væri ekki falleg sjón ef ekki væri þrifið oft á dag þar sem pissið rynni niður meðfram næsta búri og koll af kolli.
Einnig sá ég hvað stóru hundarnir þurfa á ást að halda, því þeir lögðu hausinn á sér ofan á höndina á mér þegar hún lá á handriðinu á útistíunni þar sem þeir voru.
Frekar sorgleg reynsla.

Kveðja,
Gungun og Bangsi.