Jæja gott hundafólk,
nú snúum við okkur að allt öðru en hundarækt :-)) eða næstum því,
nú fer að styttast í Evrópusýningu hunda í París en hún er dagana 9-11 nóvember. Heldur er nú farinn að myndast hnútur í mínum maga þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem ég sýni hund á svo stórri sýningu. Á sýninguna eru skráðir rúmlega 10.000 hundar, já örlítið stærri en hundasýningar HRFÍ :-)) Þetta er heljarinnar ferðalag, um 12 tíma akstur til Parísar (með sama hnútinn í maganum ) 3 dagar í París og svo aftur 12 tímar heim, en þá verður væntanlega hnúturinn farinn og risið heldur lægra:-)) Annars er dálítið erfitt að komast af stað aftur að sýna, sérstaklega hér í Danmörku þar sem ég má ekki sýna neitt af hundunum mínum vegna þess að þeir eru jú skottstífðir, maður verður að fara til Svíþjóðar til að sýna þá, en bráðum kemur betri tíð og hvolpar með skott og þá getur maður farið á fullt aftur, og aðeins oftar en 3svar á ári. Svo er annar munur hér á sýningum, það er að Ameríski Cockerinn getur orðið meistari 18 mánaða en þarf ekki eins og heima að vera 2ja ára, sem betur fer :-)) Gaman væri að heyra frá einhverjum sem ætla á Evrópusýninguna.
Marta