Mjaðmarlos (Hip dysplasia) Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að 25% sjúkdómsins stýrist af erfðum en 75 % af umhverfisþáttum, svo sem fóðrun, hreyfingu og líkamsþunga. Rannsóknum á náskyldum einstaklingum sýna, að þeir einstaklingar sem lifðu rólegu lífi sýndu minni einkennni síðar á ævinni, heldur en þeir sem höfðu verið hreyfðir mjög mikið á vaxtarskeiði. En hvað er mjaðmalos ? Mjaðmalos er ekki meðfætt í þeim skilningi, að hundar fæðast ekki með mjaðmalos, heldur kemur fram á vaxtarskeiði hundsins og einkum hjá þyngri hundategundum og sjaldan eða aldrei hjá hundum léttari en 10 - 12 kg. Vaxtarskeið hunda er mismundi langt allt eftir tegundum hunda smærri hundarnir eru fyrr búnir að ná sínu vaxtarskeiði heldur en þeirr stærri. Það sem gerist er það að það eiga sér stað breytingar í mjðmalið (aukin liðvökvi, þykknun í liðpoka ,slöknun í liðbandi, rýrnun á vöðvamassa) til að vinna á móti þessari slöknun í mjaðmarlið eykst svo aftur spennna á aðra vöðva svo sem innanlærisvöðva, sem veldur dýrinu sársauka. Mjaðmalos getur verið einkennalaus lengi fram eftir aldri, eftir því hve mikið það er í upphafi. Hægt er að styrkja vöðva hundsins með réttum æfingum, eins og frjálsri hreyfingu og jafnvel sundi, svo vöðvarnir í læri haldi á móti mjaðmarlosinu. Þegar mjaðmarlos verður meira (gráða D og E) myndast breytingar í beinum og liðfleti mjaðmarliðsins, liðhrörnum, sem valda sársauka. Sársaukinn lýsir sér að einhverju leyti líkt og gigt, hundurinn er ekkert alltof spenntur fyrir hreyfingu, tekur sér pásu eftir stuttan spöl, á erfiðara með að ganga upp stiga, hoppa upp í bíl og hreyfingar afturhlutans geta verið reikandi. Einkenni um mjaðmarlos á röntgen koma oftast fram á 10-18 mánaða aldri . Einkenni hjá þyngri hvolpum eru oft heldur sýnilegri og um leið alvarlegri, heldur en hjá þeim hvolpum sem léttari eru, nokkuð sem hundaeigendur geta haft huga við fóðrun hvolpa. Hafa verður í huga að áhrifa mjaðmalosins gætir enn frekar hjá hundum, þegar þeir taka að eldast og getur hamlað hundinum mjög á efri árum. Með röntgenmyndatökum er hægt að greina sjúkdóminn snemma og þjálfa hundinn í samræmi við það. Þegar breytingar í og við liðinn valda sársauka er hægt að draga úr sársaukanum með verkjastillandi lyfjum og bæta líðan hundsins en koma þó ekki í veg fyrir liðbreytingar, einnig eru til skurðaðgerðir þarsem hreinlega er skipt um mjaðmalið en þær eru takmarkaðar við léttari hunda og eru ákaflega sérhæfðar og kostnaðarsamar.

Í upphafi var sagt að mjaðmalos geti ekki eða sjaldan komið fyrir hjá smáhundum og væntanlega hafa smáhundaeigendur þá andað léttar. En þó slík sé raunin er til hjá þeim annar sjúkdómur sem trúlega er einnig að einhverju leyti arfgengur, Legg Calvé Perthes sjúkdómurinn, en einkennun hans mætti líkja við einkennum mjaðmalos. Þar er það kúla á lærlegg (caput femori) sem skemmist og dýrin sýna helti á háu stigi. Sjúkdómurinn kemur fram er hvolpurinn er 3-11 mánaða. Eina lækningin við þessu er skurðaðgerð þar sem lærleggshálsin er hreinlega skorinn af, nokkuð sem veldur sjaldan vandkvæðum hjá smærri hundum þótt vissulega sé þetta erfiður tími fyrir hundana.

Hjá meðalstórum og stórum hraðvaxta hundategundum er annar vikjandi erfðasjúkdómur sem kemur fram sem liðbreyingar í olboga (Elbow Dysplasia). Liðbreytingar þessar myndast vegna óeðlilegrar þróunnar einhvers af þremur hlutum olbogaliðsins, (Fragmented processus coronoideus, Ununited processus anconeus, Osteochondritis dissecans). Þróunin verður sívaxandi liðhrörnun, breytingar í og umhverfis olbogaliðinn líkt og við mjaðmarlos. Ef orsökin finnst snemma með röntgenmyndatöku, er oft hægt að lagfæra gallann með skurðaðgerð. Þar sem sjúkdómurinn hefur erfðafylgni, er mikilvægt að láta mynda ræktunarhunda og þanning að reyna að lækka tíðni sjúkdómsins með ræktunarstarfi.
Kv. Halla