Þar sem þetta áhugamál hefur verið heldur dapurlegt upp á síðkastið langaði mig að segja ykkur aðeins frá strákunum mínum og ég væri alveg til í að heyra eitthvað af ykkar hundum.
Ég er með tvo schafer hunda sem heita Jafar og Amir,þeir eru báðir um 1árs og nöfnin þeirra eru arabísk og þýðir Jafar, lítið fljót eða lækur en Amir þýðir prins eða foringi, þó að hann sé nú alls ekki foringinn á þessu heimili :) Jafar er semsagt stóri bróðirinn sem ræður öllu enda búinn að vera á heimilinu lengur. Við fengum Jafar þegar hann var 6 vikna gamall og þá var hann voðalega lítill og sætur….nú er hann bara sætur :) þegar við fórum með hann til dýralæknisins í fyrsta sinn kom í ljós að hann er með hjartagalla, þó að okkur hafi verið sagt að það gæti verið skynsamlegast að svæfa hann þá gátum við það ekki og erum því mjög fegin í dag þar sem þessi galli virðist ekki há honum að neinu leyti :)þvert á móti er hann Jafar eiginlega ofvirkur og þarf rosalega mikla athygli og hreyfingu, hann er líka snjall kall og var fljótur að læra inn á mömmu sína og pabba t.d. var hann einusinni skammaður það harkalega(óvart) að hann meiddi sig í löpinni og haltraði smá, við auðvitað fengum þetta líka samviskubit og drifum hann upp í sófa og bárum í hann allt það sem honum fannst best og dekruðum við hann á allan hátt :) í marga mánuði eftir þetta mátti ekki segja NEI við Jafar án þess að hann færi að haltra og bera sig illa (þó að enginn snerti hann) ;) Jafar fór líka á hvolpanámskeið hjá Gallerí Voff og var auðvitað aðalhrekkjusvínið á svæðinu og Ásta sagðist varla hafa kynnst öðrum eins brjálæðing :s
Þó að hann Jafar sé svona orkumikill prakkari þá er voðalega góður og ekki til neitt illt í honum, nema þegar hann verður pirraður á bróður sínum :)
Amir er andstaðan við Jafar :) Amir fengum við í júlí hjá hundaeftirlitinu í Garðabæ, þar sem hann hafði fundist á flakki og enginn vitjað hans í tvær vikur. Það átti að fara að lóga honum þegar við fréttum af honum og fengum að taka hann að okkur :)
Þegar við fengum hann var hann horaður og frekar illa farinn og mjög lítill í sér. Núna er hann hinsvegar búinn að braggast alveg heilmikið og orðinn glæsilegur í alla staði. Hann er voðalega rólegur og góður hundur og líður bara best þegar hann fær liggja við fæturna á okkur. Það eina sem hann kunni þegar við fengum hann var að sitja og hann var ekki einusinni húsvanur þó að hann sé um 1árs, við erum hinsvegar að kenna honum fullt af nýjum hlutum og hann er mjög duglegur að læra.
Þeim Jafari semur yfirleitt vel þó að stundum verði árekstrar (sem yfirleitt má rekja til yfirgangssemi og frekju Jafars ;)
Það skemmtilegasta sem þeir vita er að fara í langa göngutúra í heiðmörkinni og fara uppí sumarbústað.

Endilega segið okkur aðeins frá ykkar hundum og ef þið eigið skemmtilegar sögur af þeim.

Kveðja
Isiss, Jafar og Ami