Á fyrsta degi sköpunarinnar skapaði Guð hundinn.

Á öðrum degi sköpunarinnar skapaði hann manninn til að þjóna hundinum.

Á þriðja degi sköpunarinnar skapaði Guð öll önnur dýr í heiminum, hundurinn er efstur í fæðukeðjunni.

Á fjórða degi sköpunarinnar bjó Guð til það verkefni fyrir manninn að hann hefði það háleita markmið á degi hverjum að viðra hundinn.

Á fimmta degi sköpunarinnar bjó Guð til tennisboltann svo hundurinn geti leikið sér.

Á sjötta degi sköpunarinnar skapaði Guð dýralækninn til þess að hundurinn sé alltaf heilbrigður og pyngja eigandans léttari.

Á sjöunda degi sköpunarinnar ætlaði Guð að hvíla sig…………… en hann þurfti að fara út að ganga með hundinn.