Halló hér eru svo margir fróðir um hunda. Ég er með einn voðalega yndislegan lítinn voffa en hann er ekki alveg að skilja greyið að þá má ekki bíta mann. Ég veit ekki alveg hvað skal til brags taka svo að hann skilji að þetta gengur ekki. Hann pissar líka stundum inni en lætur yfirleitt vita er þetta kannski allt saman eðlilegt ? Ég er mjög áhyggjufull út af þessu bítu máli vegna þess að hann getur bitið svolítið fast. Ég veit hins vegar að hann er bara að leika sér en þetta er vont mál þar sem við eigum litla stelpu sem reyndar lætur sér ekki bregða þó hann bíti sig en hún á vinkonur sem eru frekar smeikar við litla óargadýrið.
Ef einhver getur gefið mér ráð væri ég afar þakklát.

Bestu kveðjur :)
Tjallý