Umhverfis og heilbrigðisstofa Reykjavíkur:
Hundaræktin í Dalsmynni fær áminningu
- Krafa um úrbætur, ella verði gripið til aðgerða
Umhverfis- og heilbrigðisstofa hefur veitt hundaræktinni í Dalsmynni áminningu og jafnframt ítrekað kröfu sína um að forráðamenn hundaræktarbúsins ljúki tilteknum úrbótum eigi síðar en 24. september næstkomandi. Ella muni stofnunin grípa til aðgerða. Áminningin hefur verið kynnt umherfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.

Mikill ófriður hefur verið um Dalsmynnisbúið í gegnum tíðina. Fullyrðingar hafa gengið um að þaðan hafi verið seldir gallaðir hvolpar og einnig að umhirða hundanna væri engan veginn viðunandi. Eigendur búsins hafa hótað kærum vegna atvinnurógs.

Frá árinu 1999 hefur umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur sent búinu tíu bréf þar sem fyrirtækinu var m.a. tilkynnt að það þyrfti að sækja um starfsleyfi til umhverfis- og heilbrigðisstofu, sækja um breytta notkun húsnæðis til byggingarfulltrúa Reykjavíkur og senda inn til Umhverfis- og heilbrigðisstofu samþykktar teikningar þar sem fram kæmu frárennslislagnir og loftræsting í ræktunarbúum. Þarna er ekki um að ræða starfsleyfi fyrir dýrahald í atvinnuskyni sem er gefið út af lögreglunni í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og heilbrigðisstofu hefur ekki verið sótt um starfsleyfi né hefur verið sótt um breytta notkun húsnæðis til byggingarfulltrúa. Umbeðnar teikningar hafa ekki verið sendar Umhverfis- og heilbrigðisstofu og úrbætur síðan 10. Júlí eru engar í húsum þar sem hunda- og kattaræktun fer fram.

Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu, sagði við DV að meðal úrræða sem stofnunin hefði yfir að ráða til að knýja fram úrbætur væri að stöðva eða takmarka viðkomandi starfsemi eða notkun og þar með að leggja hald á vörur og fyrirskipta förgun þeirra. Slíku úrræði væri einungis beitt í alvarlegri tilvikum, þegar um ítrekuð brot væri að ræða eða aðilar sinntu ekki úrbótum innan tiltekins frests.

DV. 18.9.2002

Tekið af http://frontpage.simnet.is/jv1/dv.html

Ok, þetta virðist vera að komast á skrið.
VINSAMLEGAST commentið á þessa grein af viti?!!
Teljið allavega uppað 10 áður en þið ýtið á “senda”