Ég var úti að labba með hundinn minn eins og venjulega,við förum alltaf hringinn í kringum Rauðavatn,þar er fullt af fuglalífi og mjög skemmtileg náttúra og þar er þó nokkuð um að fólk sé þarna líka úti að labba með hundana sína á góðum degi.Þegar ég mæti fólki með hund sem er lausan er ég snögg að setja hundinn minn í band vegna þess hvað hundurinn minn er árásagjarn og vil ég endilega að mér sé sýnd sú virðing að sá sem er að koma á móti mér með hund setji hann líka í band að maður þurfi ekki að biðja um það. Hvað á ég að gera þegar hundurinn minn er í bandi og svo kemur lausi hundurinn og það verður slagur og hundinum mínum kennt um afþví að þótt minn var í bandi réðst hann á hinn hundinn og þá er þetta mér að kenna.Þar sem ég mætti miðaldra konu með labrador sem vildi sniffa af hundinum mínum kom nær sagði ég nei við hann og sagði við hann farðu svo hundurinn minn mundi ekki skaða hann en ekki setur konan sinn hund í band og ég hefði verið svo til í að sýna henni afhverju ég setti hundinn minn í band og fór út í kant. Má ég biðja ykkur samtíðarmenn að vera svo væn að passa hundana ykkar og setja þá í band og fá aðra til að gera hið sama bara á meðan þið eruð að mætast- sýnum hvort öðru tilitsemi