New Fundlander Mig langar að spurja hérna hvort einhver á Íslandi þekkir þessa hundategund ?
Við búum í Danmörk og okkur var gefinn einn svona hann heitir Bangsi og hann er á stærð við skógarbjörn.
Allavega þá man ég ekki eftir að hafa séð svona á Íslandi, ég man bara eftir Sankti Bernhards sem er í svipuðum stærðarflokki.
Bangsi þarf mikla ummönun jafnvel meira en börnin, það þarf að vigta í hann fæðið, hann má ekki borða of mikið og heldur ekki of lítið.
Hann er svo stór að það er margir hræddir við hann þó að hann geri ekki flugu mein.
Það þarf að fara með hann út að labba 2svar á dag svo hann fái hreifingu, og ekki þýðir að sleppa honum lausum.
Þegar ég fór með hann út að labba þá var þetta eiginlega spurning um hver var með hvern úti að labba :)
Því miður þurftum við að láta hann frá okkur aftur því að börnin voru alltaf hálf smeik við hann og fóru ekki útí garð ef Bangsi var þar.
Þetta var nottlega bara hvolpagrei sem vildi leika en hann var bara svo stór að það passaði ekki saman lítil börn og hann :(
En hann er hjá góðu fólki núna sem hugsar vel um hann og eru ekki hrædd við hann þannig að það er smá huggun.