Ég er orðin ein af þeim sem finnst setter hundar bara vera yndislegustu dýr í heiminum! Ég á einn írskan sem heitir Blús og er frá Leirum hann er 6 og hálfs árs og ég er ekki búin að eiga hann í nema í rétt svo 10mánuði. Það er stór ósk hjá mér að eignast allar gerðirnar af setterum (þeir eru svo töff) og einnig langar mig að eiga afkvæmi undan Blús. Ef það er e-r sem á fallega írska setter tík með góða dóma, gott skap og langar í hvolpa undan mjög fallegum hundi þá er ég með hann!

Blús er með bestu skapgerð sem ég veit um í hundi og hefur ekki síður gengið vel á sýningum! Á vor-sýningu HRFÍ 2002 fékk hann sitt fyrsta meistarastig ( hafði bara verið sýndur einusinni áður, áður en ég fékk hann) og varð annar besti rakki tegundar. Á sumar-sýningu HRFÍ 2002 fékk hann sitt annað meistara stig, varð besti hundur tegundar og í öðru sæti í grúppu7. Ef þetta er ekki góður árangur eftir þvílíkt heimilisflakk og læti, þá veit ég ekki hvað þetta er ;).

En eins og ég segi þá er setterinn bara bestur og ég er viss um að það eru ferlega margir sammála mér =)

Veit e-r hvernig málin standa með gordoninn hér á landi? Það hefur verið svo svakalega mikið um mjaðmalos á íslendska stofninum að ég þori ekki einusinni að hugsa um að fá mér einn héðan.