Í framhaldi af þessari grein sem var skrifuð hérna á undan langar mig fá álit ykkar á einu atriði. Þegar að ég fer út að labba með hundinn minn hitti ég mjög oft krakka. Undantekningarlaust spyrja þau: Má ég klappa honum, hvað heitir hann, er þetta stelpa eða strákur osfr. En því miður þá finnst mér þau einnig spyrja undantekningalaust að því hvort að hann bíti. Ég hef oft verið að hugsa um það afhverju krakkar eru svo óöruggir gagnvart því að hundur geti bitið. Vonandi hafa ekki allir þessir krakkar sem spyrja mig verið bitnir af hundi :(
Ég vill meina það að þetta komi oft á tíðum frá foreldrum því að þegar börn eru lítil er oft sagt við þau: passaðu þig á hundinum og jafnvel hann getur bitið. Þetta finnst mér vera svolítil neikvæðni þar sem börnin alast upp við það að halda að hundar bíti þau.
Allir hundaeigendur vita það að hundur bítur í EKKI nema eitthvað mikið sé búið að ganga á og hann orðinn hræddur og/eða finnst sér vera ógnað, í flestum tilfellum.
Allavega er ég búin að vera að predika fyrir börnunum í hverfinu hjá mér að hundar bíti ekki nema að þeir verði hræddir og óöruggir.
Auðvitað geta hundar bitið og eru ástæðurnar margvíslegar en mér finnst það samt algjör óþarfi að stimpla það inn í börnin okkar að passa sig á hundinum því að hann getur bitið. Hundarnir okkar eru því í festum tilfellum mjúk, loðin og sæt dýr sem ber að varast í augum barnanna.