Komiði sæl hundaáhugafólk !

Undanfarið hef ég verið að lesa ýmsa spjallþræði sem tengjast hundum og hef orðið vör við ansi “skiptar” skoðanir á hundauppeldi, sumum hundaeigendum virðist vera alveg sama þótt hundurinn þeirra gelti eða urri á annað fólk, hunda, börn eða unglinga á meðan aðrir taka á þessari hegðun hunda sinna um leið og hennar verður vart. Ég verð að telja mig til seinni hópsins, þ.e. ég passa það mjög vel að hundarnir mínir kunni “hundasiði” og hreinlega hræði ekki líftóruna úr fólki sem er nálægt þeim ;) og einnig verð ég að segja að hundar, sem að mínu mati eru svo óheppnir að eiga þannig eigendur að þeim er ekki bannað að gelta, urra, flaðra og annað, fara ofboðslega í taugarnar á mér (reyndar eigendurnir frekar en hundarnir :)) Ég hef heyrt rök eins og að geltið sé bara tungumál hundsins og ekki sé nú hægt að banna greyinu að tala !! Þetta er einfaldlega RANGT þú ert ekkert að skerða málfrelsi hundsins þíns með því að banna honum að gelta, hundur getur komið sínum vilja á framfæri með ýmsum öðrum leiðum eins og t.d. svipbrigðum eða annarri tjáningu sem auðvelt er að kenna þeim!
Svo er líka eitt að á heimili þar sem hundur er þarf að vera viss virðingarstigi og hundurinn þarf alltaf að vera neðstur í þeim stiga (nema auðvitað að það sé hamstur á heimilinu ;).. smá grín…) þetta gerir maður þannig að það sé hundinum alltaf ljóst hver ræður, ekki bara stundum heldur ALLTAF!! Því um leið og þú ert farin að láta undan hundinum þínum einu sinni þá fer hann að leita sér að leið til að komast upp fyrir þig í virðingarstiganum, þvi þú “lúffaðir” fyrir honum í eitt skipt og þar með telst þú í hans augum ekki verðugur foringi hópsins! Ég segi það fyrir mitt leyti að ég er með tvo Schaffer hunda og ég vil ekki lenda í þessum misskilning með þá, þessvegna hefur þeim alltaf verið gert ljóst hvernig virðingarstiginn á okkar heimili er.
Það eru nú ekki nema tæpar 3 vikur síðan sá seinni kom inn á heimilið en hann er alveg búinn að átta sig á því að hann er neðstur á eftir fyrri hundinum og ég hef ekki tekið eftir því að honum þyki það neitt sérstaklega sárt.. því hundarnir vilja hafa þessa röð á hreinu !! um leið og mamma vinnur pabba í gannislag, þá er eitthvað ekki rétt í þeirra augum ! þar sem að virðingarstiginn er : pabbi,mamma, Jafar, Amir og ef einhverntíman skyldu bætast börn á heimilið þá verður hundum strax gert ljóst að þeir eru ekki fyrir ofan ungabarnið í virðingarstiganum !! þetta þýðir ekki að mér þyki ekki vænt um hundana mína, ég elska þessa hunda útaf lífinu og akkúrat þessvegna vil ég ekki að þeir hætti lífi sínu með því að vera illa upp aldir !! því að ég veit að um leið og fólki í kringum mig finnst hundarnir mínir vera ógnun við sig, þá fara að koma kvartanir og við vitum því miður öll hvernig það endar :( og mér finnst sorglegt að hugsa til þess hve margir hundar hafa þurft að enda líf sitt vegna slæms uppeldis !
Ég segi fyrir mig að mér finnst fordómar gagnvart schafer hundum (og eflaust öðrum stórum hundum) ansi miklir hér á Íslandi og ég vil því geta kynnt strákana mína sem blíða og vel uppalda hunda sem gera ekki flugu mein, því það er sem betur fer það sem þeir eru ! Það hefur ekki alltaf verið auðvelt, Jafar er einstaklega orkumikill og uppivöðslusamur hundur sem þarf mikinn aga, en ég veit það líka að þannig líður bæði honum og okkur best !

Ég vildi bara koma þessum skoðunum mínum á framfæri þar sem ég hef verið að heyra mikið kvartað undan illa uppöldum hundum, og vil bara segja það að þetta þarf ekki að vera svona, ölum hundana okkar vel upp og fækkum þar með fordómum í garð hunda og eigenda þeirra.

Þar sem ég tel mig nú ekki alvitra í hundamálum þætti mér gaman að heyra ykkar álit og góð ráð.

Bestu kveðjur
Isiss, Jafar og Amir (í þessari röð :))