Ég var að lesa um þetta á visir.is (http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir_btm&nr=120601&v =2) og nú verður eigandinn að skrá hundana áður en hann fær þá afhenta aftur.

Finnst engum annars neitt furðulegt að eigandinn fái svona marga sénsa? Þetta er kannski öðruvísi þarna í sveitinni en ef þetta væri að gerast í Reykjavík fengi hann sæmilega sekt ef þeir næðu 5 hundum lausum hjá honum. Held það sé 16 þús. kr. á stykkið = 80 þús. kall í allt. Og hann hefði ekki einu sinni fengið þá afhenta í fyrsta skiptið sem þeir sluppu nema skrá þá.

Annars finnst mér frekar sorglegt að eina úrræði yfirvalda ef eigendur standa sig ekki sé að lóga hundinum. Mér finnst að það ætti að gefa öðrum tækifæri til að taka þá að sér. Ekki eins og það kosti yfirvöld neitt meira að gera það. Það mætti t.d. láta fólkið sem tekur hundana að sér borga áfallinn kostnað.

Ég vona alla vega að þetta fólk sem á þessa hunda taki sig á núna og fari að koma þeim á heimili frekar en að láta þá ganga lausa úti eins og hvern annan búfénað.