úff.. þessi pössun ætlar ekki að ganga jafn þrautalaust eins og ég hafði vonað, ég er ægilega dugleg að vesenast í Julie þegar strákurinn sefur, við förum út að ganga með vagninn og ef við erum inni liggur hún hjá mér og fær klapp en að sjálfsögðu þegar strákurinn vaknar að þá minnkar athyglin og ég held hreinlega að tíkin sé afbrigðissöm, samt hef ég reynt að passa að setjast niður með strákinn hjá henni og klappa henni :/ Núna rétt áðan þá tók ég strákinn inn og um leið byrjaði Julie að gelta á hann og urra, hann var í fanginu á mér! Getur verið að hún sé abbó ? Nú er hún ekki búin að vera hérna í nema nokkra daga og eigendur hennar eru ekki með ungabörn, er þetta ástæða til að hræðast það meira að hún geti gert stráknum eitthvað ? Og hvernig á ég að taka því þegar hún geltir svona að okkur ? Ég verð að viðurkenna að þegar hún lætur svona stendum mér sjálfri ekki á sama og verð að taka á honum stóra mínum til þess að þora hreinlega að svara henni og skamma hana enda er þetta STÓR hundur sem ég þekki ekki nægilega vel.

Ég sem var svo viss um að þetta væri allt á réttri leið, Julie liggur við fæturnar á matarstólnum hjá stráknum og hann elskar að láta matinn sinn detta til hennar og tístir af gleði þegar hún gleypir hann í sig þannig að ég vonaði að hún sæi hann fyrir sér sem matargefanda sem best væri að vera góður við!

Kv. EstHer sem er vonlaus hundapassari!
Kv. EstHer