Langar í hund, vantar ráð! Mig og kærustuna langar alveg rosalega í hund, við búum á neðri hæð í einbýlishúsi í opinni 60 fm. íbúð. Með stórt bað þar sem auðvelt væri að útbúa pláss fyrir hund. Vandamálið er að við erum bæði úti á daginn. Ég að vinna og hún í skóla. Okkur langar samt mikið í hvolp, t.d. Labrador sem við gætum svo átt framvegis. Er hægt að eiga hund og skilja hann eftir jafnvel alltað 8 tíma á dag?(Samt ekki daglega en það myndi koma fyrir)
Þarf hundurinn þá að vera eitthvað sérstakt kyn og hvaða kyn þá? Við myndum hugsa vel um hann og fara með hann út daglega til að hann fengi næga hreyfingu en málið er aðalega hvort að hann gæti verið einn heima.

Í von um fljót svör/skoðanir :)
“If it starts I can race it”