Heimsókn :-) Við fengum mjög skemmtilega heimsókn í dag. Hundamamman hringdi í okkur á föstudaginn og bauð okkur að taka tíkina í smá heimsókn til okkar… svona til að aðlagast og svona :-)

Við fórum og náðum í hana um hálf 2 leytið. Hún var mjög varkár svona fyrst þegar hún kom hingað, var ekki mikið að vilja skoða heldur smá vældi og var bara kyrr. Svo smám saman varð hún öruggari með sig og fór að skoða meira. Fyrst elti hún okkur bara og hljóp á milli okkar en svo á endanum var hún farin að leika sér á fullu með leikföngin sem ég keypti handa henni í gær.

Eftir smá leikstund varð hún dálítið þreytt og sofnaði í fanginu á kærasta mínum. Núna liggur hún hérna rétt hjá mér steinsofandi á þykku teppi. Keypti það í gæludýrabúðinni sem er í Mjódd. Svona hvítt og rosa mjúkt varmateppi. Ekki laust við að ég öfunda hana dáldið af því ;-)

Þetta var óvænt ánægja að fá hana í heimsókn :-) Býst við að við fáum hana svo alveg í lok maí :-)

Myndir af henni eru á <a href="http://www.einhugur.com/Linda/Athena.html“ target=”_blank"> heimasíðu minni</a> Við erum búin að taka um 50 myndir af henni en ég tók nokkrar bestu og henti inn á síðuna mína :-)

Kv. catgirl