Vá var að lesa þetta á <a href="http://www.hvuttar.net“>hvuttar.net</a>
Ég vissi að hundar hefðu ekki gott af Súkkulaði.. en að það gæti drepið þá.. Vátsí!!
************************************

Flestum finnst Súkkulaði ljómandi gott og oft er það til á heimilum, þá sérstaklega í kringum jól og páska. Hundum finnst súkkulaði líka gott en passa skal að hvutti komist ekki í það, það gæti kostað hann lífið.

Hvað getur súkkulaði gert hundinum þínum?

Hundar hafa ekki þá getu til að brjóta niður og melt efni sem finnast í súkkulaði. Kakóbaunir innihalda koffein og efnið ”Theobromine“. Það sem gerist er að efnin eru tekin upp í lifrinni og send með galli til meltingarfæranna og þar breytast þar aftur. Þar með byrjar hringrás þessara efna í hundinum. Mannfólk losar sig við efnin en hundar get það hinsvegar ekki þannig að þeir halda áfram að eitra fyrir sjálfum sér.

Hvað mikið magn af súkkulaði er of mikið?
Margar mismunandi súkkulaðitegundir eru til, hættulegast er dökkt bökunarsúkkulaði, það inniheldur hátt magn ”Theobromine“. Mildasta gerðin er ljóst mjólkursúkkulaði. Bannvænn skammtur af mjólkursúkkulaði fyrir hund er um það bil 60 gr. Fyrir hvert kíló. En eins og áður kemur fram er dökkt súkkulaði mun hættulegra og um það bil 30 kg. Hundur getur látist af rúmlega 150 gr. af dökku súkkulaði.
Ef þú telur að hundurinn þinn hafi komist í súkkulaði, hver eru þá einkennin? Einkennin eru órógleiki, uppköst, ofvirkni, næmt snertiskyn, hraður hjartsláttur og andardráttur, þvagleki, vöðvaskjálfti, krampar, vanlíðan svefnleysi og skyndidauði. Annars vegar ef þú telur að hundurinn hafi komist í súkkulaði og hann hefur samt sem áður ekki sýnd nein einkenni ”Theobromine" eitrunar skaltu fara með hann til dýralæknis því hægt er að framkalla uppköst hjá hundinum innan 6 klukkustunda frá neyslu súkkulaðis.
Leitið til dýralæknis og hafið meðferðis leifar af súkkulaðinu, ef mögulegt er eða bréf utan af því til að hjálpa dýralækninum að bera kennsl á það súkkulaði sem hundurinn át og samsöfnun þess.

Besta lækningin við þessu er að hindra að hundurinn komist í súkkulaði. Ef súkkulaði er títt snarl á þínu heimili ættir þú að gæta þess vandlega að skilja það aldrei eftir þar sem hundurinn gæti komist í það.
****************************

Ég ætla bara ALDREI nokkurn tíma að gefa hundunum mínum súkkulaði eftir lestur þessarar greinar!