Jæja gott fólk.
Mig langaði að forvitnast svolítið um ykkar skoðun hvað viðkemur þjálfun.
Nú hefur maður heyrt ýmsar sögur af Gallerý voff og fleiri stöðum þarsem námsekeið eru haldin.
Fókl er misánægt og er mikið um að því finnist það hlunnfarið.
Alltof mikill kostnaður fyrir lítið.
Sit,stay and come!
Undirstaðan fyrir velþjálfaðan hund.
Þetta getur hver sem er kennt,vera bara með rétta hugarfarið(s.s.vera yfirvegaður en samt láta hundinn finna hver ræður)
Þetta er kennst á öllum námskeiðum og borgar fólk fúlgu fyrir.Ég er búinn að þjálfa mína í allt mögulegt,ná í inniskóna,finna mávaegg,finna fólk,sækja póstinn,kúka á einn stað í garðinum,svo mar sé ekki að labba útum allt að leita að þessu,finna mink,og minkahreiður svona má lengi telja.Ég er eingöngu búin að lesa mér til og prófa mig áfram.
Eitt sinn var ég nýkomin úr aðgerð og átti erfitt með að standa upp og leggjast í rúmið og svoleiðis,ég kenndi tíkinni hvernig hún gat hjálpað mér með því að styðja mig er +eg stóð upp eðA lagðist,þetta reyndist hin mesta hjálp.Hún elti mig um allt hús og setti sig í stellingar er ég gerðist líkleg til að setjast eða leggjast.Þetta gerðihún reyndar lengi eftir að mér batnaði.:)

Hvað finnst ykkur um námskeiðin,er þetta að hjálpa ykkur,eða standið þið uppi með veskið tómt og hugsið“ég hefði alveg getað þetta sjálf/ur”
Ég hitti eitt sinn hundasálfræðing(já það er til)!
Þvílik endavitleysa,hún átti að lækna hund sem elti bíla,,,hahahaég hló endalaust þegar ég sá hana vinsamlegast vera að biðja hundinn um að hætta þessu,þetta fékk hún borgað fyrir.Hundurinn varð undir bíl fyrir rest.

Kv.Shiva