Sámur, dagur 2 Jæja þá er annar dagurinn búin, Takk öll fyrir að sýna þessu svona mikin áhuga :)
Allavega við vöknuðum klukkan 9 og fórum út að gera þarfir okkar. Síðan skrapp ég aðeins út og kom svo heim aftur um hálf 11 og fór að sofa, um hádegið fór svo mamma með hann út. Síðan var komið soddan leiðindaveður svo við ákváðum að sleppa því að baða hann og klippa sjálfar, svo Systkinin splæstu bara á hann tíma hjá henni Sóleyju á morgun klukkan 2! :) Þar fær hann sko þetta fína bað, klippingu og hún tekur klærnar á honum í gegn! Þvílíkt heppinn!
Ég fór síðan með hann í tvær stuttar pissferðir áðan. Hann passaði sig allavega að merkja hvern krók og kima hérna í kring. Hann er orðin rosalega stirður, rosalega mikil hreyfing hjá honum í dag nefnilega (miða við áður)! Svo hann er bara sofandi núna á meðan ég skrifa þetta og fær kvöldpissferðina sína svona rétt áður en ég fer að sofa. Á morgun verða pissferðirnar aðeins lengri og svo lengjast þær hægt og rólega. Minn maður ætlar nefnilega að verða svo mikill göngugarpur sem fyrst :)