Ég verð að taka til baka það sem ég sagði um hana frænku mína hér um dagin. Það var nú frekar illa gert af mér að segja þetta, og auðvitað er þetta ekki satt. Ég var bara í svo mikilli afneitun þegar ég sá hvað hundurinn minn er virkilega orðin gamall ;( og auðvitað þarf ég að kenna eitthverjum um það.
En bara svona til að leiðrétta allan miskilning þá er frænka mín alls ekki slæm manneskja, Sámur er hjá henni og líður vel með það.
Ég verð bara að sætta mig við það að hann er orðin ansi gamall og er ekki jafn ungur og hraustur eins og hann var :/ Hann fer aftur til frænku minnar á morgun sennilega og ég verð bara dugleg að fara þangað og viðra hann og halda honum í formi.. Og auðvitað mun frænka mín gera það líka!