Ég hef orðið mikið var í það í gegnum starf mitt að það að fólk hringir í lögreglunnar og tilkynnir um lausan hund og við erum sendir að sækja hann og fara með hann upp á Leirur þar sem hann er settur í búr. Ég hef þurft að fara með 4 mánaða hvolp í geymslu og enginn vissi hver átti hann.

Það sem er erfiðast í þessu er að hundarnir eru nánast alltaf ómerktir. Það myndi hjálpa heilmikið til því að það yrðir byrjað á því að hringja í eigandann og koma hundinum til hans.

Svo er mikið um það að fólk tilkynnir ekki um að hundurinn sé týndur. Það er hægt að hringja í 112 og þau gefa samband við Lögregluna. Eða hægt er að hringja í viðkomandi hverfalögreglustöð í hverfinu t.d Mosfellsbær, Grafarvogur, Breiðholt og Seltjarnarnes, og tilkynna að hundurinn sé týndur.

Fólk verður ekki skammað fyrir það, því það er að framfylgja því sem ætlast sé til af því sem dýraeigendur að tilkynna um lausann hund, sem er brot á hundasamþykktum sem settar hafa verið.

Það hjálpar heilmikið að geta haft upp á eigendum og tilkynna þeim hvar hundurinn er.