Hér á Íslandi er lítill hópur staðfastra áhugamanna sem stunda hundafimi af krafti. Þetta er íþrótt sem var þróuð í Bretlandi út frá hindrunastökki hesta og datt þar einhverjum í hug að það gæti verið sniðugt að gera eitthvað svona fyrir hundana líka. Þetta er gífurlega skemmtileg íþrótt og tekur það hundinn frekar stuttan tíma að ná tökum á henni, þar sem öll tækin eru frekar auðveld, að undanskildu vegasaltinu og vefinu (tekur tíma að treysta vegasaltinu og að læra að vefa á milli stanganna). Hundafimi gengur út á að þú og hundurinn skemmti sér saman, og á þetta að vera leikur en ekki kvöð. Æfingar eru í reiðhöll Gusts í Kópavogi á sunnudagskvöldum og eru byrjendur velkomnir kl 8 til 9, og mæli ég með því að allir hugara komi og prófi.
Allar nánari upplýsingar er að finna á http://www.hrfi.is/agility/
vonast til að sjá ykkur:)

kveðja zheelah

p.s. fyrsti tíminn er frí