Voffinn minn er kominn með eyrnabólgu aftur :(
Hann fékk hana síðasta vetur og loksins þegar
ég fór með hann til læknis þá var hann með bullandi.
Ég tók þá ekkert eftir neinu fyrr en seint og síðar
meir en hann var alltaf að klóra sér og orðinn
rauður inní eyrunum og með óvenju mikinn eyrnamerg.

Um daginn þegar ég var að hreinsa úr eyrunum fannst
mér vera óvenju mikið af skít og fór út frá því að
taka eftir því að hann var farin að klóra sér óvenju
mikið og jafnvel “rymja” í leiðinni, (þið vitað hvað
er gott að klóra sér) þannig að ég skaust með hann í
skoðun og viti menn, eyrnabólga komin aftur.
Þetta kom mér mjög á óvart þar sem ég hef passað vel
uppá eyrun eftir síðustu eyrnabólgu með því að blása
hann með hárblásara eftir að hann er búinn að rúlla
sér uppúr snjónum og líka ef að það er rigning.

Læknirinn sagði við mig á sínum tíma að passa uppá að
það kæmist ekki raki eða bleyta í eyrun því þá myndaðist
gróðrastía fyrir bakteríur.(Sjampóbleyta væri hinsvegar ok)
Hann er farinn að fíla hárblásarann minn vel, hann leggst
bara og rymur þegar hitinn kemur yfir hann.
Stundum meira segja ef hann er mikið blautur þá
labbar hann sjálfur inná klósett ;)

Vildi bara skella þessarri grein hingað inn með
nokkrum aðvörunarorðum fyrir ykkur hin án þess
að ég sé einhver sérfræðingur. Því ég er bara
að tala af minni reynslu.

hérna eru helstu einkenni eyrnabólgu:

* Eyrnaskítur er óvenju mikill.

* Hundur klórar sér óvenjumikið í eyrum.

* Roði í eyrum.

* Jafnvel verri lykt en vanalega úr eyrum.

Gangi ykkur vel og munum að týna upp skítinn !