Ég og kallinn minn eigum 6 að verða 7 mánaða rottweiler tík sem heitir Mizzý :) Hún er undan tíkinni Álftanes-Töru og rakkanum Zen Perez. Hún og gotbróðir hennar, Erró, komu í heiminn 7.febrúar 2010 og þau voru 450 gr a þyngd, sem er mikið miða vði rottweiler en kannski ekkert skrítið útaf því að þau voru bara 2 :) svo fengum við hana heim þegar hún var 7 og hálfs vikna :) þá var hún rétt rúm 7 kíló en í dag er hún orðin 28 kíló :)

Við erum nú búin að lenda í mörgu með þennan hrakfallabálk :P

1. fyrst þá þurfti hún að borða tvær verkjatöflur sem brenndi næstum því gat á magann á henni,
2. svo skar hún sig á fuglabúri og þurfti að láta sauma 4 eða 5 spor,
3. hún hrasaði um stein og fékk fullt af skrámum í framan,
4. svo borðaði hún eitthvað Miklbone og fékk alveg svakalegt ofnæmiskast og þurfti að fá sterasprautu og af henni ældi hún og ældi.
5. svo síðast þá drakk hún sápuvatn og kúgaðist og kúgaðist af því.

Þjálfunin:
Við erum búin að vera með hana í sýningaþjálfun síðan í maí og það hefur bara gengið mjög vel fyrir utan eitt að hún hefur verið mjög treg til að sýna tennur, en mjög margir rottweiler-ar finnst það óþæginlegt, þannig að það er ekkert mjög skrítið.
Við ætlum að halda áfram að þjálfa hana fyrir sýinguna sem verður 19. og 20. nóvember nk.
Við ætlðuðum upphaflega ekki að sýna hana þegar við fengum hana fyrst en svo fórum við að hugsa um að ef að hún verður ræktunarhæf þá viljum við sýna hana, eins og mamma hennar hefur unnið mörg verðlaun :) en pabbi hennar hefur aldrei verið sýndur, einnig hafa engin af sistkynum hennar Mizzýar verið sýnd og einungis fá verið mynduð, þau eru 3 ára.

Sýningin:
Við skráðum Mizzý á sýninguna sem var síðustu helgi, 28. og 29. ágúst, hún var í hring 5 og fékk dómarann Igor Selimovic sem er frá króatíu. Mizzý og stelpan sem sýndi hana byrjuðu á því að hlaupa 2 hringi og svo fram og til baka, hann skoðaði í henni tennurnar og svo stóð hún úber lengi á meðan þau voru að dæma hana, ekkert smá dugleg að standa svona lengi. Mizzý fékk þátttökuborða í hvolpaflokki (bleikur og fjólublár) og 1. sæti, besta tík í flokki 6-9 mánaða (rauður og bleikur borði), en hún var eina tíkin sem keppti í 6-9 mánaða flokki.

Umsögning:
In developing, Good size.
Good proportions, good line of the head.
Head is still narrow.
Too Much skin on the neck.
Long neck.
Long enough straight back.
Good pigment. Good markings.
Still narrow in front.
Still needs better balance in movement.



Við erum mjög sátt með þennan dóm miða við það að dómarinn var að dæma út frá fullvaxta rottweiler, 3 ára, en ekki að hún væri hvolpur :) sem er náttúrulega fáránlegt en stundum er þetta svona.

Það var einn hvolpur sem fékk heiðursverðlaun hjá honum og fékk að halda áfram að keppa um besti hvolpur dagsins, það var Scaffer tík sem keppti í 4-6 mánaða flokki.

Næsta sýning hjá HRFÍ er 19. og 20. nóvember og við ætlum að fara með Mizzý í sýningaþjálfun einu sinni í viku þar til sýningin verður :) ætlum að taka þetta með trompi, hehe. Ætla líka að setja inn mynd af henni á sýningunni bráðum :)