Mér þykja hundar notaleg dýr. Þau hafa gegnum árþúsundin hjálpað mannkyninu mikið. Þeir eiga mikla virðngu skilið.

Þessvegna þykir mér svo óþolandi að húsbóndar sumra hunda sinna þeim ekki eða fylgja þeim reglum og lögum sem um dýrahald í þéttbýli gildir.

Um daginn fór ég með fjölskyldu minni upp að Hvaleyrarvatni til að grilla og fara í leiki. Við komum frekar snemma og komum okkur fyrir með teppi, úrval af leikjum og grillmat. Afslappandi umhverfi sem er einfaldlega svo fallegt. Þarna myndast líka mikið skjól og þessvegna getur hitinn þarna oft verið mikill. Við horfðum á skátana leika sér á bátum úti á vatninu og nokkra bjartsýna krakka renna fyrir fiski í vatninu. En eftir skamma stund fór að bera á því að óvenju mikið var af saur þarna á svæðinu. Hundasaur augljóslega því hann var úti um alla ströndina. Ég fór að gá í kringum mig eftir hundaeigendum. Nóg var af þeim þarna á svæðinu. Flestir voru með hundana sína í ól. Og þeir hinir sömu beygðu sig af og til niður til að taka eitthvað upp sem endaði í næstu tunnu. Fyrirmyndar fólk með fyrirmyndar skepnur.

Svo voru þarna líka aðrir sem voru ekki eins góðir að lesa. Draga mætti þá ályktun að fólk sem ekki er með hundana sína í bandi þar sem það er bannað að hafa þá ekki í bandi kunni einfaldlega ekki að lesa. Annaðhvort það eða ólöghlýðið. Þarna á fjórum klukkustundum sá ég að minnsta kosti 7 hunda lausa. Þeir skitu þar sem þeim sýndist eins og aðrir hundar. Hinsvegr voru eigendur þeirra þannig gerðir að þeim þótti ekki eðlilegt að hirða saur dýranna sinna upp af sandinum eða úr vatninu.

Þegar ég bennti þeim á villu síns vegar var ávalt brugðist ókvæða við og margir urðu dónalegir. Eða réttara sagt dónalegri því það þykja ekki góðir siðir að skilja saur eftir sig á víðavangi. Þegar ég hringdi á lögregluna eftir aðstoð var mér svarað að lögreglan skipti sér ekki af hundum. Ég spurði hvort þeir skiptu sér af lögbrotum þá var svarið já. Ég bennti þeim á að það er bannað að hafa hunda lausa í þéttbýli og í þokkabót er þarna aukamerking til að undirstrika það að lausaganga hunda er bönnuð. Einnig er þetta ritað á upplýsingaskilti við bílastæðið.

Okkur sem kærum okkur ekki um lausa hunda æi kringum okkur eða saur þar sem við viljum eyða deginum í lautarferð eru allar bjargir bannaðar.
Meat is murder.