Hundar með Hip-displaysia eða gigt Það er búið að vera mikið rætt um hip-displaysu og
í sambandi við það að passa sig á að of-hreyfa
(ofreyna)hundana sína meðan þeir eru mjög ungir
og bein og vöðvar eru enn að þroskast.
Málið er nefnilega það að þegar Voffi minn var
ungur, alveg frá 5-11mán þá uppgötvaði hann
að ein vinkona mín var með svona,
Lazergeisla/lazerbendil(rauður punktur)og hann
varð óður hljóp á eftir þessu útúm allt og
bara stoppaði ekki þarna á smátímabili.
Ég fékk mér svona lazer líka og notaði óspart á
voffa ef ég var á hraðferð og myndi ekki geta sinnt
honum í göngutúr strax. Hann er frekar stór, einsog
Golden Retriever en með limaburð Gordon setters…
þannig að hann er í raun alveg rosalega léttur á sér
þó hann sé um 30kílóin eða jafnvel meira en það.
Allavega, ég fór að hafa áhyggjur af því að hann
ætti eftir að fá svona hipdisplaysiu eða gigt
þegar hann eldist. Svo að ég rakst á þessa
grein (sjá grein fyrir neðan) á netinu og ákvað
að skjóta hérna inn grein um þetta og lyfið sem
eru víst góð þegar hundurinn er með gigtarverki
og svoleiðis.

Þetta fann ég á einni heimasíðunni…(stal því
fyrir ykkur sem hafið áhuga á að lesa um þetta
og fylgjast með hundum ykkar)

Talið er að fimmti hver fullorðinn hundur sé gigtveikur
og þjáist þar af leiðandi af sársauka ef einkennin eru
ekki meðhöndluð. Lífsgleði hunda felst m.a í að geta hreyft
sig óhindrað. Þeir eru að eðlisfari forvitnir og nota óspart
öll skilningarvit til að geta kannað umheiminn bæði í leik
og starfi. Þetta vita góðir hundaeigendur og fara því
reglulega út að ganga með hundana sína svo að þeir geti
fengið útrás fyrir þessar þarfir. Ef eldri hundur fer að
sýna minni áhuga á útiveru og hreyfingu, vilja menn gjarnan
kenna ellinni um. En raunin þarf ekki endilega að vera sú.
Oftast eru það verkirnir sem gigt hefur í för með sér sem
veldur hreyfingarleysi hundanna. Þess vegna þurfa eigendur fullorðinna hunda að vera á varðbergi gagnvart ýmsum
vísbendingum sem gætu bent til þess að hundurinn þjáist
af gigt.
Fyrstu vísbendingarnar eru oft þær að hundurinn verður
stirður, hann á erfitt með að standa upp, hoppa uppí bíl
eða ganga upp tröppur. Ef þessi einkenni gera vart við
sig þarf að fara með hundinn til dýralæknis og fá nákvæma sjúkdómsgreiningu. Það gefast góðir möguleikar á meðhöndlun.
Ef hundurinn greinist með gigt er oft hægt að hjálpa honum
með því að deyfa kvalirnar þótt gigtina sjálfa sé ekki hægt
að lækna.
Í flestum tilfellum losnar hundurinn við kvalirnar, getur
tekið gleði sýna á ný og margir eigendur lýsa því sem svo
að hundurinn hafi “öðlast nýtt líf”. Fyrir fáeinum árum
fengu þessir hundar sömu lyf og við mannfólkið. Oftast nær
NSAID t.d Aspirín. Þessi lyf linuðu þjáningarnar að
einhverju leyti en gátu haft slæmar aukaverkanir í för með
sér s.s uppköst, minni matarlyst, blóðugur niðurgangur svo eitthvað sé nefnt. Langtíma meðferð á þessum lyfjum var því útilokuð. (köttaði út hér texta um lyf sem virkaði illa)

Flestir gigtveikir hundar þurfa langtímameðhöndlun og nú með tilkomu Rimadyl er það í fyrsta sinn mögulegt.