Þessi grein er fyrir Moanora. Ef þið viljið greinar um einhverja sérstakar tegundir skulið þið bara senda mér skilaboð. Ég sendi inn mynd seinna.

Til eru þrjár tegundir af Griffon hundum. Þær eru Brussel Griffon, Belgískur Griffon og Petit Brabancon. Munurinn á hundunum er hárafar og litur. Petit er snögghærður en hinir tveir strýhærðir með hár af miðlungslengd er er þétt og stíft. Hann kemur upphaflega frá Belgíu í kringum 1800. Hann var upphaflega notaður sem meindýraeyðir.

Vinsældir tegundarinnar risu milli heimsstyrjaldanna. Þessi tegund er ein sú vinsælasta í heimalandi sínu Belgíu. Elsta afbrigði af tegundinni er Brussel Griffon. Lagfæringar á tegundinni byrjuðu fyrir 1880 í Brussel. Notaðar voru tegundirnar Affenpinscher, Franski Barbet, Yorkshire Terrier, Pug og King Charles Spaniel. Belgískur Griffon var eflaust þróaður með því að kynblanda Brussel Griffon við Pug og ef til vill litla Terrier hunda. Afbrigðið var viðurkennt árið 1908. Belgian Griffon var nær útdauður á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann er óþekktastur af Belgísku Griffon hundunum. Líklega hefur Pug verið bætt í stofninn til að fá út snögghærða afbrigðið, Petit Brabancon.

Griffon er skemmtilegur og greindur hundur og semur oftast vel við aðra hunda. Griffon á að vera í góðu jafnvægi. Hann verður mjög háður eiganda sínum. Hann er góður varðhundur en þarf samt ákveðna þjálfun.

Hann ætti að hafa sterkleg bein, en samt tignarlegur í hreyfingu. Andlit hans er sérkennilegt og fékk hann viðurnefnið Monkey Face en ekki eru allir sammála því. Þyngd hans er 3,5 til 6 kg og hann er 18-20 cm á hæð. Hann lifir í 12-14 ár.

Petit Brabancon þarnast lítilla feldhirðu en hina tvo þarf að reyta (Toga lengstu hárin af) reglulega. Fylgjast þarf vel með augum og fellingum í andliti.
Daglegar, meðallangar gönguferðir eru nauðsynlegar. Honum líkar ekki vel við að vera skilinn eftir einn. Hann er hentugur fyrir borgarlíf en þolir hvorki mikinn hita né kulda vel.


Leyfilegir litir
Brussel Griffon: Rauðbrúnn Litlir svartir blettir á skeggi og höku eru leyfilegir.
Belgian Griffon: Svartur, svartur og rauðbrúnn og samsetning af svörtum og Rauðbrúnum .
Petit Brabancon: svartur og tan, eða rauðbrúnn. Svört gríma í andliti telst ekki galli.

Ræktun :
http://www.griffon.is/
http://gullgaefu.bloggar.is/
http://www.rosetopps.is/

Heimildir :
http://www.hvuttar.net/?h=3432&g=136
http://www.reykjalin.com/hanna/archives/2008/11/griffon.html
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D