Bearded Collie Þetta skítgengur alveg hjá mér og vonandi næ ég að fara yfir sem flestar tegundir áður en skólinn byrjar.

Bearded collie er hraustur og yfirvegaður hundur með nokkuð óljósan uppruna. Hann er upphaflega frá Bretlandi og var uppi um 1800. Hann er fimur og fullur sjálfstrausts og elskar að leika sér. Þessi hundur var mikið notaður sem fjárhundur hér áður fyrr og er mjög líflegur og virkur.

Hann er frábær heimilshundur með ákveðinn húmor. Hann er mjög háður eiganda sínum og einstaklega barngóður. Hann er hvorki fælinn né árásargjarn. Honum líkar illa að vera skilinn eftir heima og er mikil félagsvera. Hann getur átt það til að gelta mikið en er samt ekki góður varðhundur.

Hann er gáfaður og fljótur að læra svo framarlega sem kennslan er skemmtileg og sanngjörn en getur samt verið svo þrjóskur. Hann hefur mjög gott heyrnar og lyktarskyn og hentar því vel í leitarþjónustu. Þeir geta samt brugðist illa við miklum hávaða t.d. þrumum, trukkum eða flugeldum.

Bursta þarf feldinn a.m.k. 2-3 í viku til að halda honum flókalausum því ógerlegt er að ná flókum úr. Einnig þarf að baða hann reglulega. Of mikill, ofmjúkur eða klipptur feldur er ekki leyfður.

Góð dagleg hreyfing er nauðsynleg. Hann getur aðlagast borgarlífinu ef hann fær næga hreyfingu og er ekki langt frá eiganda sínum. Andleg og líkamleg hvatning er góð fyrir þá annars gæti honum farið að leiðast og orðið pirraður og farið að gera eitthvað sem þú ert ekki sátt við.Hann fer ekki frá þér þó hann sé ekki í taumi. Hann þarf ákveðna þjálfun frá unga aldri.

Hæð á herðakambi er 53-56 cm hjá hundum en 51-53 cm hjá tíkum. Þyngdin er um 20-30 kg. Samræmi milli þyngdar og hæðar er mikilvægt. Ef það er ekki rétt eru hundarnir ekki leyfðir. Líkaminn er langur og grannur en samt sterklega byggður og virkar ekki þungur. Líkaminn er lengri en hann er hár. Bakið er flatt og rifin spretta út frá hryggnum en eru flöt á hliðunum. Brött og flöt lend er ekki leyfileg. Bearded Collie á að sýna í sinni eðlilegu stellingu.

Litir
„Dökk ljósgulbrúnn, svartur, blár, eða einhvern litbrigði af gráum, með eða án hvítra flekkja. Feldurinn tekur ekki út sinn endalega lit fyrr en um 3 ára aldurinn. Allir Bearded Colliear eru fæddir annaðhvort svartir, bláir, Brúnir, ljósgulbrúnn án eða með hvítra bletta. Litirnir munu að öllum líkingum verða ljósari, svo að þeir sem eru svartir gætur orðið gráir, svartir eða silfraðir, brúnu gætu orðið sandbornir á litinn, bláir eða ljósbrúnir gætu orðið bæði dökkir og ljósir.
Hvítu blettirnir eiga bara að vera blesur í andliti og á broddinum á skottinu, á bringunni, fótum og í kringum hálsinn.“

Mjaðmalos er í lágmarki hjá þessarri tegund vegna meðal stærðar og þyngdar. Einnig hafa ræktendur verið duglegir að mynda sína hunda. Næmni og ofnæmi hefur hrjáð þessa hunda og þess vegna er ekki mælt með því að gefa þessum hundum hvað sem er, sérstaklega ekki matarleifar.

Saga
„Sumir halda því fram að elsti forfaðir Bearded Collie sé “Magyar Komodor” hundurinn frá mið Evrópu. Aðrir trúa því að hann komi frá blöndun af Skoskum Fjárhund og“Polski Owczarek Nizinny” sem er pólskur fjárhundur sem var þróaður í hálöndum Skotlands. Bearded Collie hvarf næstum á 20. öldinni, Old English Sheepdog kom í stað hans. En þökk sé vinnu skoskra ræktenda þá fór hann að fjölga árið 1950 og sú þróun heldur áfram enn þann dag í dag.“

Engir ræktendur eru með Bearded Collie hunda á Íslandi. Hér er aðeins til ein tík. Ég fann því miður engar upplýsingar um hana.

Heimildir

http://www.tjorvar.is/html/bearded_collie.html
http://www.hvuttar.net/?g=28&h=3432
http://www.dadi.info/dyraspjall/viewtopic.php?t=1790
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D