Border Collie Hérna kemur önnur greinin mín. Líka búin með greinina um Bearded Collie en þarf bara að bæta einum tengli við hana. Þær eru svona margar núna því ég er að passa á daginn og börnin sofa mikið :D
Vonandi líkar ykkur vel við þessa en endilega segið mér ykkar álit.

Border Collie er orkumikill og ákafur fjárhundur, talinn vera sá besti. Hann er bæði traustur og seigur vinnuhundur. Hann er blíður og óvenjulega háður eiganda sínum. Auðvelt er að þjálfa hann því hann er árvakur og mjög greindur. Hann hefur gott lyktarskyn en er samt frægastur fyrir ótrúlega sjónhæfileika sína sem hann notar til að láta kindur hreyfa sig og snúa.

Hann er hentugur heimilishundur ef hann fær nóga hreyfingu og krefjandi verkefni.
Hann þolir samt illa borgarlífið. Hann getur verið fálátur við ókunnuga en er hvorki feiminn né árásargjarn. Hann er yfirleitt barngóður. Hann hefur náð langt í hundafimi og hlýðni og einnig sem leitarhundur. Hann þarf að nota hugann, fara í þroskandi leiki eða jafnvel að þjálfa hann sem björgunarhund.

Hann þolir kulda vel. Hárafar hanns er mismunandi, getur verið bæði snöggt og loðið. Feldhirða er lítil, gott að kemba reglulega, sérstaklega þegar hundurinn fer út hárum og til að forðast flækju. Klippa þarf klær reglulega og setja hann í bað eftir þörfum.

Talið er að forfeður Border Collie séu norrænnir hundar sem gættu hreindýra. Síðan var þeim blandað saman við hunda í Bretlandi þegar þeir bárust þangað með víkingum. Þeir voru mikið notaðir af skoskum smölum en tegundin fékk samt ekki nafn fyrr en 1915.

Border Collie er oftast tvílitur svartur með hvítum kraga, blesu og sokkum. Aðrir algengir litir eru rauður, bláyrjóttur, þrílitur, svartur og brúnn. Allir litir eru þó leyfðir en hvítur á ekki að vera aðal liturinn.

Hæð á herðakambi er 50-55 cm hjá hundum en 47-52 cm hjá tíkum. Þyngdin er um 15-20 kg. Hann lifir í 12-14 ár.

Ræktun

http://www.heimsendahundar.net/

Hvolpar til sölu

http://www.hestafrettir.is/smaaugl/viewad.asp?id=50293677873100469

Fjárhundapróf
http://www.freewebs.com/hugur/fjrhundaelisprf.htm

Heimildir

http://www.hvuttar.net/?g=33&h=3432
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D