Australian Shepherd Hérna kemur fyrsta greinin mín um hundategundirnar. Alls eru 106 tegundir af hundum á Íslandi og ég ætla að reyna að gera greinar um sem flesta. Ég ætla bara að benda á að þetta eru ekki endanlegar upplýsingar svo ef þið viljið læra meira um hundinn mæli ég með google. Ég vona að ekkert sé vitlaust í þessu en endilega segið ykkar skoðun svo ég geti gert verðandi greinar betri :D

Australian Shepherd hundar eru í raun frá Bandaríkjunum en fengu þetta nafn vegna þess að ástralskir kúrekar notuðu þá til að smala. Þeir hafa gaman af því að læra og hafa mikinn áhuga á leikjum og þrautum. Þeir eru góðir í hlýðni, fjörmiklir og harðir af sér og eru þess vegn oft notaðir sem leitar og björgunarhundar. Þeir þola kulda einnig mjög vel.

Þessir hundar eru mjög góðir smalahundar. Þeir eru sprettharðir og sérlega tryggir. Þeir henta einnig vel sem heimilishundar því þeir geta aðlagað sig borgarlífi. Þeir eru einnig barngóðir og semur oftast vel við aðra hunda og dýr. Þeir eru ljúfir og skapgóðir og skapgerð þeirra eru svipuð og hjá Labrador og Golden Retriever. Þeir hafa samt mikið varðhundaeðli og eiga það til að vera varkárir við ókunnuga.

Þessir hundar eru samt ekki fyrir hvern sem er þar sem þeir þurfa mikla hreyfingu. Þeir eru miklir orkuboltar og ættu aldrei að vera lokaðir inni í litlu plássi. Þeir eru þægir og rólegir ef þeir fá næga hreyfingu og andlega örvun. Þeir þurfa einnig reglulega feldhirðu, kembingu u.þ.b. 1-2 í viku.

Áberandi stærðarmunur er á hundi og tík en hundurinn er 51-58 cm á herðakamb en tíkin 46-53. Hundarnir eru frá 16-32 kg en æskilegt er að þeir séu 20-25 kg. Australian Shepherd hefur fjóra grunnliti, svartan, rauðan, rauðyrjóttan og bláyrjóttan. Hvítt má vera sem blesa, hvítt á fótum, brjósti og kraga. Tan (gulur) má vera vanga hundsins, hluta á fótum og undir skotti.

Þessir hundar hafa erfðir til að fæðast skottlausir, en í sumum löndum eru hundarnir skottstýfðir en það er bannað á Íslandi. Hundarnir lifa í 12-15 ár ef allt gengur vel.

Upprunaland þeirra er Bandaríkin og þeir voru þróaðir í Kalíforníu á 20.öld úr áströlskum fjárhundum og voru þeir ræktaðir til að henta síbreytilegu loftslagi í Kaliforníu. Þeir voru notaðir sem vinnuhundar á bóndabæjum og búgörðum.

Fyrsti hundurinn kom til Íslands árið 2003 og fyrsta got á Íslandi var árið 2005.


Heimildir :
http://www.tjorvar.is/html/australian_shepherd_dog.html
http://sheltie.is/smali/as.php
http://australianshepherd.weebly.com/
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D