Er hægt að vinna með hunda á Íslandi ?
Eru nógu margir hundar á Íslandi þannig að það sé mögulegt ?
Eða er yfirleitt nægur áhugi ?

Mig langar að vinna með hundum í framtíðinni, hef verið að skoða á netinu ýmislegt og hef fundið ýmsa skóla og námskeið. Það er ýmislegt í boði en ég er ekki viss um hvort það gangi á Íslandi þar sem það er svo lítil hundamenning og svo fáir hundar. Mestar líkur á því að þetta gangi er í Reykjavík en mig langar ekki að búa í borg – að búa í sveit eða litlum bæ er miklu betra fyrir hunda, þótt að margir hundar hafi það bara ágætt í Reykjavík.

Það sem er í boði :

Dýralæknir : Það er alveg pottþétt hægt að hafa það að atvinnu á Íslandi. En það er ekki bara um hunda og þar að auki hentar það mér ekki. Ég get ekki hugsað mér að skera upp dýr eða þá að gefa þeim sprautu til að svæfa þá. Svo þetta hentar mér ekki nógu vel.

Hundasnyrtir : Að vinna við að klippa hunda, greiða og baða. Það er örugglega hægt að vinna við það en ég er ekki viss um að það skapi nógu miklar tekjur til að halda uppi heimili.

Munaðarleysingjahæli fyrir hunda : Það skapar nánast engar tekjur þar sem hælinu er örugglega haldið uppi með einhverjum styrkjum og þeir eru örugglega bara nægir til þess að hundarnir fái mat og þak yfir höfuðið.

Hundahótel : Það er alveg mögulegt en ég er ekki viss um að aðsóknin yrði mikil.

Út að labba með hunda : Það er náttúrulega bara aukavinna – eða einfaldlega áhugamál.

Hundaþjálfari : Að vera með hundanámskeið, fyrirlestra og fara svo inná heimili til að bjarga fólki frá brjáluðum hundum. Þetta er það sem mig langar mest að gera en ég er ekki alveg viss um að þessu fylgi nægar tekjur til þess að halda uppi heimili.
Ef þið hafið einhverjar fleiri hugmyndir þá látið þið mig endilega vita.

Það sem mig langar mest að gera er að eiga mitt eigið fyrirtæki. Mig langar að fara í ýmsa skóla og námskeið og læra allskonar um hunda og þjálfun þeirra. Svo verð ég með ýmis námskeið og fyrirlestra og gef kannski út bók. Svo verð ég með svona munaðarleysingjahæli fyrir hunda sem engir aðrir vilja eða geta ekki haft. Þá verð ég bara með samband við dýralækna á landinu og bið þá um að hringja ef þeir eru beðnir um að svæfa einhverja hunda, útaf öðrum ástæðum en sárum, veikindum eða aldri. Svo verð ég með hundahótel bæði bara á daginn og svo í lengri tíma. Síðan get ég líka farið út að labba með hunda, ef fólk er of upptekið til þess. Síðan langar mig líka að læra að vera svona hundasnyrtir og klippa og greiða hundum. Allt þetta og kannski eitthvað meira langar mig að vinna við.

Það sem ég vill vita er hvort þið haldið að þetta skapi nægar tekjur til að halda uppi heimili eða ð ég eigi bara að hafa þetta að áhugamáli ??

Ef ég myndi eiga svona fyrirtæki myndi ég helst vilja hafa þetta úti á landi, rétt fyrir utan einhvern bæ. Og fara svo kannski reglulega til Reykjavíkur, leigja einhverja reiðhöll eða eitthvað og halda námskeið þar.

Hvað finnst ykkur ?
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D