Ég horfði á þessa mynd og þetta er án efa fyndnasta mynd og blanda tilfinningum inn í endan. Ég mæli sterklega með því að horfa á þessa mynd fyrir þá sem hafa gaman að hundum.


Ég vil vitna í eitt atriðið sem þið verðið að komast að sjálf hvenær í myndinni það skeður en fyrir ykkur sem hafa séð hana þá vitið þið hvað ég á við.

A dog has no use for fancy cars, or big homes, or designer clothes. A waterlogged stick will do just fine. A dog doesn’t care if you’re rich or poor, clever or dull, smart or dumb. Give him your heart, and he’ll give you his.

How many people can you say that about? How many people can make you feel rare, and pure, and special? How many people can make you feel…extraordinary?

- John Grogan (Marley & Me)

Ég ætla einnig að segja smá frá mínum uppahálds hundi.

Vaskur

Vaskur var blendingur af Boxer, Labrador , border collei ég veit hann var mikið blandaður. Við fengum hann sem smá hvolp og var hið besta hvolpalykt af honum sem hægt var að finna!. Hann var eins og Marley “ The world worst and the world best dog ” hann átti góðar hliðar og slæmar.

Uppáhalds minning mín er þegar hann stal nærfötum af systur minni og hljóp með þau út og lét hana elta sig í 4-5 mín á náttfötunum.

Hann var voða klár hundur, ég bý í þorpi og föður minn vann hinu megin í þorpinu og þegar hann slapp út vissum við alltaf hvert hann fór. Hann fór beinustu leið til pabba í vinnuna. Já og eitt fyndið atvik sem skeði þar.

Kona frænda minns sem vinnur með pabba er hrædd við hunda útaf einhverri fáranlegri ástæðu og svo vildi svo skemmtilega til að hundurinn var falinn undir jakkanum hjá pabba þar sem honum þótti best að vera þegar hann fór með honum í vinnuna og konan spurði hvar hún fyndi penna, þeir föður minn og frændi bentu henni á jakkan og hún vitanlega labbaði beint þar og hélt að það væri e-h spýta eða eitthvað undir henni. En svo kom annað í ljós.

Hundurinn rauk upp skelkaður við að vera vakin og snertur og vitanlega hrökk upp og hún alveg öskraði í sinni hæðstu rödd meðan hundurinn áttaði sig ekki á neinu og bara sast niður og horfði á hana og vissi ekki hvor ætti að vera skelkaðari.

Vaskur var algjör bílahundur og mátti ekki missa af þeirri stundu þegar fjölskyldumeðlimur steig upp í bílin og var að stefna eitthvert. Eins og með Marley þá skipti honum engu máli hvaða bíl hann var í svo lengi sem hann fékk að vera í shotgun og með trýnið útum gluggan.

Við tókum oft hundinn með út og leyfðum honum að synda í tjörnum og einu sinni þegar ég var að veiða þegar ég var yngri með föður mínum á bryggjunni áhveður hundurinn að fá sér sundsprett og skellir sér bara ofan í sjóin eins og algjört hundspott með athyglisbrest.

En mitt besta atvik með honum var þegar við veiddum lifandi önd án þess að hann biti, glefsaði eða neitt í hana. Við vorum í tjörn að leyfa honum að synda og rákum augum okkar á þessa önd þar sem að hún var eina sem gat ekki synt. Einhver hafði skotið hana í vængin og skilið hana eftir þarna. Hann syndir út í og svona rekur hana hálfgerðlega til okkar þar sem við tókum hana og fórum með heim og önnuðumst um hana eins og við gátum en það dugði víst ekki til.

Leiðinlegasta atvikið var þegar við þurftum að lóa greyið hundinum. Hundurinn tók upp á því að verða allt í einu svo heimilis verndaður og byrjaði að missa stjórn á sér þótt það væri fjölskyldumaður að koma heim eða vinir sem voru alla daga heima hjá manni. En svo kom dagurinn sem mér fannst/finnst leiðinlegasti dagur sem ég hef upplifað þegar ég var alls ekki látin vita að því hvenær ætti að lóa honum og kom ég heim og bjóst við að hann kæmi og stykki á mig og sleikti mig eins og forðum, en nei þá var búið að lóa honum á minnar vitund og fékk ég ekki að kveðjan í hið síðasta sinn.

Ég veit ey hvort svona greinar hafi verið leyfðar eða hafa verið gerðar en svo be it og vona ég að hún verði samþykkt. Mig langar endilega að heyra svona skemmtilegustu atvik ykkar með hundinum ykkar. Ég myndi láta einu myndina sem ég á en af honum inn á en ég á víst ekki vél til að skanna myndina og láta inn í tölvuna.