Viðtal við Ástu Dóru - af hvuttar.net
http://www.hvuttar.net/?g=287&h=61776

Í þetta sinn, 8 ágúst 2002, heimsóttum við hana Ástu Dóru Ingadóttir, hundaeiganda og þjálfara upp í Reykjahlíð í Mosfellsbæ. Hún rekur þar hundaskólann Gallerí Voff.

Hvar lærðir þú hundaþjálfun?
,,Ég lærði út í Englandi, staðurinn heitirheitir Northern Center for Animal Behaviour. Og þar sérhæfði ég mig í hegðunarvandamálum.

Hvað tók námið langan tíma?
,,Þetta voru námskeið sem maður fór einu sinni á ár, í 4 - 5 ár og ég var einnig að vinna allskonar heimaverkefni og svona. Gera allskonar rannsóknarverkefni inn á milli, svo fór maður með það með sér út. Það er svolítið erfitt að seigja til nákvæmlega hvað þetta tók langan tíma.“

Er hægt að kalla þetta hundasálfræði?
,,Þetta er ekki kallað sálfræði, þetta er bara atferlisfræði. Þá hegðunarvandamál, því það er ekki talað um að hundar hafi sál, þetta er ekki eins djúpt hjá þeim eins og okkur. Þetta er meira samblanda af lærðri hegðun og skapgerðinni í hundinum sjálfum. Þetta er kallað behaviourist á Ensku.”

Ertu ræktandi líka?
,,Nei, það er varla hægt að segja það. Ég er bara með mína hunda, og það hafa komið hvolpar einstaka sinnum í gegnum tíðina, en ekkert svona til að tala um beinlínis. Ég er búin að vera með hunda í 20 ár, Schäfer og Chihuahua. Ég er með 6 hunda núna, þau eru alveg frá 2 ára upp í 12. Þeir eru að verða gamlir sumir, komnir á léttasta skeiðið.“


Getur þú sagt okkur eitthvað um hundaskólann, hvað er lært þar?
,,Grunnnámskeiðin eru bæði fyrir fullorðna hunda og hvolpa, en þau skiptast í hópa eftir aldri, hvolparnir eru sér og eftir kynþroska eru þeir flokkaðir sem fullorðnir hundar. En ekki er skipt eftir stærð hundanna, stærðin skiptir ekki máli, Þetta er allt sama dýrategundin. Útlitið er bara allt annað. Þeir þroskast allir á sama hátt, tjá sig allir á sama hátt og eru allir eins, þess vegna ganga þeir líka allir saman.”

Þegar þeir koma ungir þá fá þeir alltaf að leika sér saman í fyrsta tímanum. Því er stjórnað alveg hvernig þeir leika sér. Þannig að, ef eitthver ætlar að fara að hrekkja, er það bara stoppað af og ef maður mundi ekki gera þá væri maður að rækta út eitt hrekkjusvín úr hverjum hópi. Þar sem að stærsti, sterkasti og frekasti hundurinn mundi læra að hrekkja litlu hundana. Hann mundi æfa sig í því. Síðan fer eigandinn kannski með hann upp á Gersnef og hundurinn prófar ,,Biddu kannski get ég ráðið við alla hérna líka.“ Svo mundi hann fara að tékka á þessu og ef þeir eru t.d. líka stærstir og frekastir í gotinu þá byrjar þetta ansi snemma ef það er ekkert klippt á það. Þá verða þetta bara hrekkjusvín og bardagahundar.”

Maður á aldrei að leyfa hundum að æfa sig í vitleysunni, þetta lítur kannski út fyrir að vera ofsalega saklaust og sætt, þetta sé bara hvolpur að leika sér, þá er öll hegðun alltaf í þróun. Þegar hvolpar eru litlir, alveg sama hve saklaust þeir eru að gera eru þeir alltaf að læra af því. Það sem gengur, þeim finnst voðalega gaman að vera hrekkjusvín, því að þeir geta ekki sett sig í spor annarra og vorkennt fórnarlambinu. Þetta er eins og krakkar sem eru að hrekkja í skóla. Nú er miklu meiri umfjöllun um einelti, en í gamladaga var ekkert slíkt, þá var þetta litið allt öðrum augum og hrekkjusvínin voru ekkert að hugsa um það sem þau voru að gera hinum, bara gaman hjá þeim. Allt sem að hundar byrja að gera þróast alltaf.“

En hundar sem eru orðnir fullorðnir og eru með eitthver agavandamál er hægt að hjálpa þeim?
,,Já, já. Það er yfirleitt hægt að hjálpa þeim. Oft er þetta bara misskilingur. Fólk er að koma hingað með rosalega óþæga hunda, sem eru alveg svakalega góðir í alvörunni. Þeir bara lærðu þetta óvart og svo festast þeir í því. Fólk bara kann ekki að klippa á ferlið, það heldur alltaf áfram að þróast. Stundum er þetta ótrúlega auðvelt og þeir lagast eiginlega daginn áður en maður byrjar á þeim. Þeir eru svo fljótir að byrja að lagast. En ef það er eitthvers konar ræktunargalli, þar sem að maður er ekki bara að eiga við einn hund, heldur í rauninni alla ættina. Eins og maður er að sjá með suma Border Collie hunda, sem eru að bíta, að það er eins og þetta fylgir vissu útliti. Fylgir alveg vissri tegund af Border Collie hundum, og þeir eru alveg geggjaðir og það hefur gengið mjög illa með suma.”

Hvernig tekur þú á slíkum vandamálum?
,,Það fer alveg eftir því hvað hundurinn er að gera. Maður sest niður með fólkinu og hundinum og svo spjallar maður. Oft er nóg fyrir fólk að koma einu sinni, en með svona flóknari vandamál þá kemur það aftur og aftur. Þannig að maður setur inn eitthvað prógramm og svo er maður að breyta því og aðlaga það að hundinum. Svo hættir fólk að koma þegar það er orðið ánægt. En þá í þessi skipti sem allt fer í klessu, þá leynir það sér ekki og fólkið sér það bara sjálft þegar maður fer að vinna í hundinum, hvernig hann er. Það hættir að vera svona tilverukennt, að hundurinn geri eitthvað af sér einu sinni á 10 mánaða fresti, heldur eru settar upp aðstæður þar sem að hundurinn er látinn sína þessa hegðun aftur og aftur. Þannig að það eru ekki beðið eftir að hlutirnir gerist heldur er verið að vinna í þessu, þannig að þeir komi betur í ljós.“

Er munur á að þjálfa litla eða stóra hunda, og eftir tegundum?
,,Nei! Það var haldið hérna fyrir nokkrum árum síðan, áður en að ég byrjaði að þjálfa hunda með nammi, að svo margir hundar væri svo heimskir, að því að þeir tóku svo illa við þegar það var ekki verið að verðlauna þá. Af því að þeir höfðu ekki eins mikinn áhuga á því sem þeir voru að læra, og það var haldið að allir hundar voru ofsalega misgáfaðir. En eftir að það var farið að nota aðferðir sem allir hundar geta skilið, þá eru þeir ekkert misgáfaðir. Það er ekki hægt að alhæfa um hundategundir, það er verulega hæpið, það er kannski hægt að tala um útlit og tala um veiðihegðun.”

En hver hundur hefur bara sína skapgerð og ef fólk er ekki að vanda sig í ræktun og ræktar ekki bara undan bestu hundunum, hundum með góða skapgerð, þá eru að koma upp allskonar hundar. Það er voðalega erfitt fyrir venjulegt fólk að velja hvolp, nema maður verður bara að liggja yfir þeim. Gefa sér svolítinn tíma í að spekúlera í þessu. Þegar fólk er að fá sér hvolp, þá er það sem það þarf að gera til þess að vita nokkurn veginn hvernig hundurinn er, það er að skoða pabbann og mömmuna. Pabbinn er ekki alltaf viðstaddur, en skoða tíkina. Þá á að sitja hjá henni og skoða hvolpana, er þessi tík svona hundur eins og ég vill hafa þá. Ekki taka hvolpa frá tík sem er að hrökkva undan þegar á að koma við þær og svona, ekki taka undan grimmum tíkum og þeim sem eru tæpar á taugum. Svo á maður að taka hunda sem hafa lifað í sem eðlilegasta umhverfi, meðan þeir eru ungir. Sem er að koma þaðan sem hann er að upplifa eitthvað, fólk, umhverfi, fara út, börn. Hann þarf að fá einstaklingsumönnun, þar sem að hver hvolpur fær athygli og það sé verið að hnoðast með hann og hann hitti ókunnugt fólk.“


Á vísindavefnum var spurning sem hljóðaði svo ,,hvaða hundur er gáfaðastur,” þar kom fram að Border Collie var gáfaðastur en Afghan Hound heimskastur, er eitthvað til í því? (könnunin var gerð þannig að hundarnir skildu nýjar skipanir eftir að hafa heyrt þær í 5 eða færri skipti og hlýddu skipunum nánast samstundis.)

,,Border Collie hundar hafa ofsalega mikinn vilja til að þóknast. Þeir eru farnir að yfirtaka allar hlýðnikeppnir, þeir eru líka svo snöggir að hlýða, fljótir að setjast og fljótir að leggjast. Það sem skiptir öllu máli er skapgerðin í hundinum sem einstaklingi og skapgerð ræktast. Þannig að maður getur ræktað fram skapgerð svo er þetta 50 % í höndunum á eigandanum. Því maður þarf að aðlagast hverjum hundi. Þegar maður er að labba á milli hunda þarf alltaf að breyta sér, í hvert skipti sem maður tekur inn nýjan hund þarf maður að setja sig í annan gír, af því maður er alltaf að eiga við nýjan einstakling. Það er ekki hægt að seigja “svona gerir maður þegar á að kenna hundum þetta,” Þú þarft alltaf að hliðra til og aðlagast hverjum hundi, þeir eru svo svakalega misjafnir.


Það var svolítil kúnst þegar ég var bara vön að vera með mína Schäfer hunda, svo kom mamma og sagði “vinkona mín á Collie hund, þetta var Border Collie hundur sem var ekkert nema hárin, hann var alveg fisléttur. Vandamálið var, að hann togaði alltaf svo í ólina. Ég fer og tek hundinn, og hundurinn fer að toga og ég kippi í hann og hann kom fljúgandi aftur fyrir mig, og ég gerði þetta þrisvar í röð því ég var svo lengi að stilla mig við réttu þyngdina af því það blöffaði svo að hundurinn var ekkert nema hárin, hann var svo léttur.”

,,Það kemur fljótt fram hvort þetta er í manni eða ekki.“

,,En þessi hundaþjálfun er eins og með dýratamningar yfirleitt, annað hvort er þetta í manni eða ekki, það kemur voða fljótt fram í krökkum hvað þau hafa mikinn áhuga á dýrum, það kemur eiginlega fram þegar þau eru nokkurra mánaða gömul.
Að kynnast nógu mörgum hundum, þá lærir maður á því og að eiga alltaf við þá, vera alltaf að kenna þeim eitthvað, alltaf að djöflast í þeim, láta þá aldrei í friði. Maður lærir mest á því.”

Námskeiðin hjá Gallerí Voff
,,Námskeiðin eru 10 skipti einu sinni í viku og það eru tveir tímar í hvert sinn, þannig að þetta eru 20 tímar. Þeim líkur með prófi. Það sem er verið að kenna hundunum er að bíða sitjandi, standandi og liggjandi. Innkall og ganga lausir við hæl svo er verið að gera allskonar gáfnapróf á þeim og svo er tekið ,,Neiið“ fyrir, gera ,,Nei” æfingar. Svo eru fyrirlestrar og skriflegt próf úr þeim. Maður byrjar á þessu líkamlega svo er farið út í það hvernig þeir læra og hugsa, og þessi virðingarröð sem er í þeim, og sem skiptir svo miklu að maður kunni á. Að hundurinn sé alltaf neðstur í virðingaröðinni, þar er hann bestur, hlýðir og er glaður og góður.“


Hver eru megin atriðin í því að þeir viti hver virðingarröðin er?
,,Það skapast mest í daglegum samskiptum. Maður heyrir stundum fólk segja ,,Ég átti einu sinni hund og ég þurfti að berja hann á hverjum degi til þess hann hlýði.” Ef fólk er komið í eitthvað svona er það komið út í algjört rugl, svona hundar eru alltaf að fá misvísandi skilaboð, það er alltaf verið að seigja við þá ,,Ekki hlusta á mig.“

Bara með því að ganga ekki eftir að þeir hýði og vera alltaf að tuða eitthvað í þeim, og ekki klára það sem maður byrjar á. Svo er tekið í þá og þeir hlýða næstu tvær, þrjár mínúturnar á eftir en svo byrja þeir alltaf á því sama, Þetta sama daglega líf, sem að það er verið að seigja eitthvað við hundinn og hann er ekkert að hlýða og hann fær að ráða öllu, þá hlýðir hann ekki. Og þessi skipti sem hundurinn er t.d. laminn, þau skipta engu máli, þau breyta engu. Þannig að ef allt er í lagi þá talar maður bara við hundinn eins og næsta mann, þá hafa þeir áhuga á að hlýða manni og hlusta á mann og þá á maður ekki að þurfa að hvessa sig eða vera með læti. Nema þegar kannski hundurinn ætlar að gera eitthvað agalega, agalega ljótt.”

Börn og hundar
,,Það er eiginlega best ef maður ætlar að hafa börn og hunda saman að hundurinn komi fyrst. Því þá fá hundarnir alltaf að vera í friði fyrir börnunum og þetta verður miklu eðlilegra samband. Maður rekst stundum á það með pabbana að þeir eru búnir að óska sér að fá einhvern sérstakan hund alveg síðan þeir voru 10 ára. Svo eru þeir kannski komnir með svona 6-7 ára krakka og fá sér hund, og þá hafa þeir svo gaman af hundinum að krakkarnir verða afbrýðisamir. Það getur verið erfitt. Líka þegar krakkar eru svo spenntir fyrir hundinum að hundurinn fær engan frið fyrir þeim, sérstaklega er það erfitt fyrir litla hunda. Þeir eru svo varnarlausir, það er svo auðvelt að taka þá upp og hnoðast með þá og fara fruntalega að þeim, svo þeir geta farið að losa sig við krakkana, prófað sig áfram með því að narta í þá og bíta þá. Börn eru oft ekki skemmtileg þegar maður er lítill hundur.“

Verða hundarnir ekkert afbrýðisamir út í börnin?
,,Sko ef að hundur verður afbrigðisamir er það bara algjör klaufaskapur, maður stjórnar því bara eins og öllu öðru. Ef maður á hund og hundurinn er búin að vera naflinn á heimilinu, sofa í hjónarúminu, það er alltaf verið að fara með hann út að labba, eldað sérstaklega ofan í hann, þannig að það snýst allt í kringum hundinn. Svo einn daginn kemur barn á heimilið. Það er sett inn í svefnherbergi, hundurinn látinn flytja í þvottahúsið, það fer engin út með hann lengur, þannig að hundurinn lifir engu lífi. Þá verður hundurinn rosalega óhamingjusamur, en hundur sem er neðstur í virðingarröðinni og veit alveg að hann sé hundurinn á heimilinu hann er ekki fólk, hann verður bara glaður þegar að mamman eignast hvolp. Svo þarf að kenna hundinum að bera virðingu fyrir barninu. Eins og tíkur gera þegar þær eignast hvolpa, þá kemur engin hundur nálægt hvolpunum þeirra. Og ef maður hermir svolítið eftir þeim, kennir hundinum að þetta sé minn hvolpur, þá lærir hann sjálfkrafa að hundurinn lætur dót barnsins í friði og umgengst það með miklu meiri virðingu, heldur en að það sé alltof mikið að ota þeim saman. Þetta á að gerast sjálfkrafa þegar krakkinn fer á ró.”

Fóa einn Schäfer hundurinn hennar Ástu Dóru kann að opna hurðir og fara í gegnum glugga. Hún lærði það bara alveg sjálf. En hvernig ætli öllum hundunum hennar komi saman? ,,þeim kemur mjög vel saman. Allar þessar alhæfingar um tegundir er bara bull. Þegar ég var að leita að Chihuahua úti, þá sagði einn ræktandinn “Nei ég vill ekki senda Chihuahua hunda þar sem eru Schäfer hundar, þeir drepa þá . Maður stjórnar þessu bara.”

Chihuahua hundarnir fara með Ástu Dóru í útreiðatúra. ,,Voða duglegir að hlaupa. Þegar maður er að fara með Schäfer hundana og Chihuahua hundana í útreiðatúr, þá eru Schäfer hundarnir farnir að blása langt á undan litlu. Þessi litlu einhvern vegin bara flögra áfram. Taka ekkert eftir því að þeir séu að hlaupa, þeir fara alveg nokkra kílómetra.“

Er erfitt að vera með svona marga hunda?
,,Nei, nei, ekki ef maður þjálfar þá, það er auðveldara að vera með 7 hunda heldur en einn 3 ára strák.”

Ég er að hugsa um að læra eitthvað svona :D
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D