Reynslusaga: Gerðist 20.janúar 2002

Um miðnætti ca 23.45 var ég og félagi minn úti í garði og þá heyrum við urr frá hundi í næsta garði og hundarnir mínir hlaupa útí eitt hornið á girðingunni. Þar stendur Grænlenskur sleðahundur í stærri kanntinum og urrar þegar við komum, svo sjáum við hvar annar grænlenskur sleðahundur kemur töltandi að girðingunni. Mér stóð nú ekki alveg á sama við að sjá þessi flykki og heyra annan þeirra urra, ég þakkaði Guði fyrir að ég hafði sett upp girðingu þarna. Svo kom styggð á þá og þeir hlupu í burt og ég hugsaði ekki meira útí það. Morguninn eftir set ég bílinn minn í gang og kveiki ljósinn, þá sé ég dauða kanínu(hvíta) á veginum, hún var alveg heil nema að búið var að slíta af henni hausinn. Ég taldi að þessi kanína væri frá mér og ætlaði að ég mér að finna út hvar hundarnir ættu heima og láta eiganda þeirra vita af þessu, svo að eigandinn gerði sér grein fyrir hvað hundarnir hans væru að sýsla þegar þeir ganga lausir en ekki til þess að vera með leiðindi. Svo er ég í vinnunni á mánudeginum og konan mín hringir í mig um kl ca 13.00 og segir mér að hvíta kanínan okkar sé í búrinu sýnu,,,,,, nú varð ég hissa ????
Þegar ég kem heim um kl 17.30 banka ég uppá hjá nágranna okkar og segi honum frá hundunum,,,, Og viti menn.
Hundarnir höfðu opnað útiskúr hjá honum og náð einni kanínu en hinar höfðu sloppið.
Nágranni minn var frekar sár en reiður. Og hann komst að því hvar hundarnir áttu heima og hringdi í eiganda þeirra. Eigandi hundanna vildi endilega fá að sjá kanínuna og kvaðst koma annað kveld til að sjá hræið..
Annað kveld líður og ekki sést tangur né tetur af hundaeigendunum !!!
Þannig að nágranni minn ákvað að láta lögregluna bóka þennan atburð en líklega ekki kæra þetta.

Hvernig finnst þér að eiga að taka á slíku máli ????????????

Kveðja Wirehai