Já núna ætla ég að segja frá lífi Patta sem er minn ástkæri hundur=D

Fyrir 5 árum þegar ég var heima hjá mér labbaði hún mamma að mér og sagði mér að við værum að fara að fá hreinræktaðan íslenskan fjárhund. Já ég var hissa og spurði ekki hvort hún væri að djóka. En neibb svo var ekki. =D

Hann Patti fæddist ásamt 5 öðrum systkinum sínum á Selfossi. Það voru, Putti, Patti, Fjóla, Breki svo man ég ekki hin tvö nöfnin. Ég var þarna klukkutíma eftir gotið, og þá sá ég þessi litlu kríli. Við völdum hann Patta sérstaklega hvað hann var forvitin og auðvitað hvað hann var sætur. Hann er mjög líkur mömmu sinni á allan hátt, kát, falleg og alltaf jafn fjörugir hundar.

Við tókum hann nátturulega ekki sama dag en við biðum spennt eftir honum. Svo kom hann Patti heim einn daginn, mjög kátur og ekkert hræddur né skjelkaður. Hann byrjaði strax að leika sér að naga hluti, skíta og míga inni. Ég man eftir þessum degi eins og hann gerðist í gær en þá var ég 9 ára=).

Svo stækkaði hann og alltaf jafn kátur er hann og mamma hanns. Hinnsvegar er svo kallaði “fóstur pabbi” Patta sem er úrillur gamall nýrnaveikur og tannlaus greyið. Þeir lentu í slag, af því að Patti var með bein en honum Káti eins og hann heitir fékk eithvað frekjukast og réðst á Patta og beit hann í hálsin. Það var blóð á feldinum hanns Patta en ekki úr honum heldur Káti.

En hann Patti er enþá svo mikill hvolpur og hann mun alltaf vera það.

Fyrsta kvöldið sem hann var hjá okkur skreið hann uppí rúmið mitt og sofnaði þar. Reyndar gerir hann það enþá þótt hann megi það ekki en hann er sko sneaky hundur og ekkert smá gáfaður.

Þegar við áttum heima í einbýlis húsinu áttum við stóran garð sem hann var mjög oft í en hann fann samt alltaf eithverja leið út og við þurftum að elta hann og finna staðin þar sem hann skreið út. Lokuðum þar fyrir en eithvern vegin fann hann alltaf leið út hehe. Einn daginn prófaði ég að fylgjast með honum út um gluggan. Hann labbaði að öllum götunum og sá að það var lokað, en þá labbaði hann að grindverkinu þefaði, bakkaði aðeins og svo tók hann á rás og stökk yfir grindverkið. Þá þurftum við að binda greyið Patta í staur í miðjum garðinum. Málið er að hann gerði þetta afþví að það bjó tík í húsinu á móti og auðvitað vildi hann skella sér út á lífið með henni hehe =P

Einn daginn sagði mamma mér að hún og kærastin væru að fara að hætta saman og ég og bróðir minn spurðum hvað yrði um hann Patta. Hún sagði að hún og kærastin yrðu bara vinir og Patti kæmi og við myndum koma til hanns.

Mamma mín og kærastin eru samt saman en búa ekki saman samt og hann Patti er hérna til skiptis =D =D sem er gott.

Og já þegar ég talaði um að hann færi uppí rúm þá er hann mjög góður við mig *HÓST!* og sparkar í mig (ekkert viljandi held ég hehe) eða liggur ofan á mér. Ég man þegar hann Patti ýtti mér úr rúminu og ég vaknaði á gólfinu og Patti lá á rúminu með sængina. Þetta krútt…

Hann er ekki beint best uppalni hundurinn en ég hef kennt honum að setjast og leggjast.

Hann er líka íslenskur "misheppnaður" fjárhundur.
Þegar maður fer með hann útí sveit og það eru kindur þá hleypur hann að þeim en snýr svo við. En ég kenndi honum að reka aðeins kindur og hann náðu því svo á endanum. Hann er nú algjör borgar hundur.

Hann er hvítur, brúnn, gullitaðu og svartur. Það kemur hvít og svört lína niður um hausin sem fer svo yfir augun þannið að hann er doldið svona eins og með svarta grímu =D. Mamma hanns er eins en ekki svört kringum augum. Hann kátur er kolsvartur með smá hvítt á bringuni.

Takk fyrir mig og afsakið allar stafsetningar villur =D