Íslenski hundurinn Íslenski fjárhundurinn er eini þjóðarhundur íslendinga og talið er að hann hafi komið hingað með norrænum víkingum í upphafi íslandsbyggðar. Hann aðstoðaði bændur og búalið og þótti ómissandi við bústörf.Með breyttum búskaparháttum í seinni tíð hefur þörf fyrir smalahund minnkað og er íslenskur fjárhundurinn því fyrst og fremst vinsæll hemilishundur nú á dögum. Tegundin var talin í útrýmingarhættu um miðbik 20.aldar en Hundafélag ísland sem stofnað var árið 1969,setti sér það markmið að stuðla markvisst að verndun og ræktun íslenska fjárhundsins.


Íslenski fjárhundurinn er glaður og vingjarnlegur hundur ,forvitinnn og fjörmikill.Hann er framt harðger,óragur, fimur og þolgóður smalahundur.Eginleikar hans hentuðu vel hér á landi því hann gat smalað búfénaði,rekið og hnappað fé.Að auki nýttist vökult eðli hans til að verja tún fyrir ágangi búfjár og láta vita ef gesti bar að garði.

STÆRÐ: rakka að herðakambi 46cm og tíkur 42cm.

LITIR:Litir íslenska fjárhundsins geta verið margvíslegir en einn aðallitur er þó ávllt ríkjandi. Viðurkenndir eru gulir litir frá ljósgulum til dökk-rauð-guls,leirhvítur ,mórauður,grár og svartur.Hvítur litur fylgir alltaf aðallit en má þó ekki vera ríkjandi

hreyfa 2 tíma + leika og busta feld 2 í viku