Hvað er með hund sem sleikjir allt?
Gólf? Veggi? Köttinn minn? Mig? sæng?
og PISS EFTIR AÐRA HUNDA!!

Hann hitti í sumar tík á lóðaríi en fór
ekki á hana, og svo þegar hún pissaði
þá sleikti hann pissið!!!!!!
Mér finnst að einsog eftir þetta þá
er voðalega vinsælt hjá honum að
sleikja allt.
Hvað eða hvernig fæ ég hann ofan af þessu?
Auðvitað er ég búnað reyna koma honum
í skilning um að vera ekki að sleikja en
sérstaklega þegar hann virðist vera að
sleikja upp eftir aðra hunda þá verður hann
heyrnarlaus þegar ég segi “Nei!”
Þessi hundur hlýðir mér yfirleitt í einu
og öllu. Ég hef aldrei orðið vör við þetta
“heyrnaleysi” hjá honum…

Það er ekki sætt þegar hann er að þrífa
köttinn “þið-vitið-hvar” og virðist sleikja
upp eftir aðra hunda, þ.e. þar sem þeir
hafa pissað. Sem betur fer er hann ekki
að sleikjast í kúknum eftir aðra hunda.

Ég er skíthrædd um að hann nái sér bara í
einhverjar bakteríur og jafnvel veikist.
Var einhverntíma stödd í Öskjuhlíðinni og
þar var hann að sleikja eitthvað og þá sagði
mér maður að passa að hann væri ekki að sleikja
eitthvað þar sem hann hafði frétt að annar
hundur hefði veikst hastarlega eftir eitthvað
sem hann hafð náð sér í þarna.
HJÁLP hvað er hægt að gera í
þessu?